showeroil

L’OCCITANE ALMOND SHOWER OIL

Það er nú löngu löngu kominn tími á að ég geri ýtarlega færslu um eina uppáhalds vöruna mína en hún er möndlu sturtuolían frá L’Occitane. Ég kynntist franska merkinu í sturtunni heima eftir að mamma fékk vöruna að gjöf fyrir yfir 6 árum síðan. Frá því augnabliki hefur hún verið efst á lista yfir vörur hjá mér. Bróðir minn færði mér þessa í jólagjöf en ástæða þess að hún er full núna er ég að heildsalinn hér heima frétti af ást minni af merkinu og færði mér áfyllingu á hana. Möndluolían er í raun sturtu sápa en samt svo miklu miklu meira. Þegar sturtuolían kemur í snertingu við vatn verður hún að froðu sem auðvelt er að maka á allann líkamann. Yndisleg mjúk froða og fær húðin raka samstundis. Sturtuolían inniheldur möndluolíu, rósmarín og vínvið. Stundum þegar ég er í dekurstuði set ég örfáa dropa af sturtuolíunni í baðkarið og ligg í þessum yndislegheitum.  Lyktin er ómóstæðileg og hef ég bannað Harry að stelast í vörurnar sem ég á úr línunni, en samt kem ég alltaf af honum að maka þessu á sig. Enda skil ég hann bara vel. Fljótlega mun ég segja ykkur frá hinum vörunum úr möndlu línunni frá L’Occitane.

Það lang lang sniðugasta við sápuna er að hægt er að kaupa áfyllingar í pokum og er það í raun mun umhverfisvænna í stað þess að kaupa alltaf nýja og nýja í umbúðum. Ég fékk að gjöf stóran poka af olíunni til að nota til áfyllingar og fyllti hálfan brúsann áður en ég tók myndina. Ekkert smá sniðugt og tryggir að ég eigi alltaf til nóg af sturtuolíunni á lager. Mæli með því ef að þið eruð jafn ástfangnar af sturtuolíunni eins og ég, sem ég veit að sumar vinkonur mínar eru það. Greip Harry líka glóðvolgan við að stelast í vörurnar mínar úr möndlulínunni þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að þetta mætti hann alls ekki prófa.

L’Occitane Möndlu Sturtu Olían færst í verslun L’Occitane í Kringlunni ásamt áfyllingar pokum
Untitled-1
Varan sem ég fjalla aðallega um í þessari færslu fékk ég í jólagjöf en áfyllinguna fékk ég sem sýnishorn hjá L’Occitane.

perfectlegsspray

ST. TROPEZ PERFECT LEGS SPRAY

Þar sem árshátíðarnar eru að byrja og ég sjálf að fara á eina næstu helgi langaði mig að segja ykkur frá enn einni snilldar vörunni frá St. Tropez. Mér finnst órúlega gaman að dekra extra mikið við mig fyrir svona viðburði og langaði að segja ykkur frá góðri leið til að gera leggina extra flotta fyrir hátið sem þessa. Oft fæ ég fyrirspurnir um svona sprey og elskaði ég að nota þetta þegar ég bjó í Los Angeles þar sem ég var ótrúlega oft berleggja og vildi fullkomna leggina fyrir einhvern viðburð. Maður spreyjar á leggina og fær ótrúlega flottan lit og hylur maður marbletti, misfellur eða æðar. Útlitið er í raun alveg eins og þú sért komin í sokkabuxur en þú ert í raun berleggja. Það er enn nokkuð kalt úti en ég ætla ekki að láta það stoppa mig að vera berleggja næstu helgi í nýja kjólnum mínum.

Spreyjið gefur leggjunum samstundis lit en dökknar með tímanum og líta leggirnir út fyrir að vera “airbrushed”. Ég stend í baðkerinu og spreyja alla leggina eða þangað sem kjóllinn nær. Það er hægt að nota spreyjið á hvolfi líka sem mér finnst ótrúlega þægilegt til að fá fullkomna þekju á fótleggina. Ég nota síðan brúnkuhanskann minn til að dreyfa úr því fullkomnlega og bíð þangað til að það er orðið þurrt áður en ég klæði mig. Ég mun sýna ykkur á laugardaginn útkomuna þegar ég verð komin í árshátíðardressið en mér finnst falleg brúnka fullkomna lúkkið. Stundum hef ég verið að stelast til að nota þetta á ökklana á mér ef ég er í lágum skóm en alls ekki nógu brún til að “púlla” það. Ég er nefnilega sek um að bera einungis brúnkukrem á efri líkamann til að spara og er þetta fullkomið til að fá lit strax. Það má meira að segja nota það í andlitið og á aðra líkamsparta.

Það er frábært úrval af St. Tropez vörum í Hagkaup Smáralind og Kringlunni.
Untitled-1

Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.

moroccanoilbody

MOROCCANOIL BODY

Um daginn fékk ég fallega gjöf frá Moroccanoil en það var næstum öll líkamslínan frá merkinu. Síðustu dagar hafa verið hreint út sagt unaðslegir og voru þessar vörur ásamt valentínusarlínunni frá The Body Shop það sem kom mér í gegnum þessar þrjár vikur sem við vorum heimilislaus. Fyrsta spurning sem ég setti upp var þó hvort að frægt hárvörumerki gæti framleitt jafn góðar líkamsvörur. Svarið mitt er einfaldlega, ef ekki betri! Ég stend hér gapandi yfir þessari línu þar sem ég þjáist af mjög miklum þurrki á líkamanum yfir vetrartímann og hafa aðrar vörur einungis veitt mér tímabundna vellíðan á meðan Moroccanoil vörurnar hafa lagað vandamálið. Á veturna svíður mér í húðina og líður mér eins og hún sé að rifna sérstaklega á handleggjunum, kálfunum og á mjóbakinu. Tvær vörur úr línunni hafa algjörlega staðið upp úr og verð ég að segja ykkur frá kreminu og þurrolíunni.

Þar sem veturinn tekur engann enda á þessu skeri hef ég verið að nota báðar vörurnar saman og hef stundum spreyjað olíunni fyrst og svo kreminu eða öfugt. Bæði er jafn gott. Ég er með olíuna á náttborðinu og nudda hana vel á handleggina fyrir svefninn því ég hef átt erfitt með að sofna útaf þurrki. Sem er að sjálfsögðu ekki boðlegt. Ég er svo ánægð með að þessar vörur hafi komið inn í líf mitt og fer ég ósparlega með þær. Sumar þurrolíur gefa mér alveg hræðilega tilfinningu og klessast allar flíkur upp að mér og líður mér eins og ég verð að skola hana strax af mér.

Þurrolían frá Moroccanoil smýgur strax inn í húðina og heldur hún áfram að vinna á þurrum blettum á húðinni og klístrast náttfötin ekki við mig.  Olían inniheldur að sjálfsögðu eins og allar vörurnar frá Moroccanoil frægu argan olíuna ásamt ólífu og lárperuolíu (avocado). Ég finn strax stórkostlegan mun á húðinni en ég reyni að nota olíuna bara á kvöldin á ákveðna bletti en ekki allan líkamann. Kremið er sömuleiðis ríkt af arganolíu ásamt sheasmjöri. Lyktin er þessi klassíska Moroccanoil lykt sem ég elska. Hlautlaus, hrein og náttúruleg að mínu mati. Kremið er léttara en ég bjóst við þar sem umbúðirnar eru mjög flottar og fyrirferðarmiklar en áferðin er unaðsleg. Nú þarf ég mun sjaldnar að bera á mig krem og olíur og get notað vörurnar þriðja hvern dag og finn ekki fyrir neinum óþægindum. Eins og skín kannski í gegn í textanum en þá er ég búin að finna sálufélagana mína tvo og ef þeir eru jafnvel ekki fleiri þar sem hver varan á fætur annarri toppar sig í línunni.

Ég er enn að fikra mig áfram með hinar vörurnar úr línunni og mun segja ykkur frá ef mér lýst vel á. Vörurnar fást eingöngu í Duty Free verslun í Leifsstöð og mæli ég eindregið með því að þið nælið ykkur í eina eða tvær vörur úr línunni næst þegar þið eða vinir/ættingjar eiga leið í gegn.
Untitled-1

Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.

januarfavorites

Alltaf finnst mér jafn gaman að telja upp uppáhalds vörur mánðarins. Alltaf er það að breytast hvað maður er að nota og sumar henta vetri og annað sumri. Ég valdi að skrifa um lang uppáhalds vörurnar mínar hér í smá pistli en set nöfnin á hinum hér fyrir neðan annars mynduð þið drukkna.

BODY BUFF FLEUR D’ORANGER

Á veturnar er húðin mín frekar þurr og fæturnur á mér sérstaklega og eignaðist ég þennan yndislga appelsínuskrúbb frá Moroccanoil og hefur hann bjargað mér að skrúbba húðina en á sama tíma veita henni raka. Skrúbburinn er ekta svona “spari spari” var sem maður notar einungis einstaka sinnum og er ekkert smá girnilegur. Maður þarf varla að bera á sig krem þegar maður er búinn að nota þennan i sturtunni þar sem olían í honum veitir henni samstundis rakann sem hún þarf.

SMOKY POPPY BATH BOMBS

Baðdrottningin kolféll fyrir þessum baðbombum frá The Body Shop sem ég fékk að gjöf frá fyrirtækinu. Ég ætlaði að vera ógeðslega sniðug að nota þrjár og segja ykkur síðan frá en oops, ég á bara tvær eftir. En hver bomba skiptist í tvennt svo þetta er í raun 6 baðferðir sem koma í umbúðunum. Mér líður eins og ég sé með mitt eigið bláa lón í baðherberginu. Set extra heitt vatn í karið og skelli einni bombu út í og ligg þar eins og skata. Þetta er ómótstæðilegt- ég er að segja þér það. Ilmurinn er úr annar veröld og litlu kornin gera baðferðina að ævintýri. Ég verð að kaupa fleiri!

SENSAI CLEANSING BALM

Í yfir heilt ár hef ég verið að nota hreinsilínuna frá Sensai og var ég búin að fara í gegnum tvær hreinsiolíur til að hreinsa farða þangað til ég ákvað að prófa Cleansing Balm. Sem er í raun alveg það sama og virkar eins nema þetta er eins og salvi sem ég nudda vel í andlitið og bráðnar farðinn af andlitinu. Nota bæði í andlitið og augu og skola svo allt í burtu með vatni. Ég hef prófað svo margar andlits olíur og finnst mér áferðin sem Sensai nær verða ólík öllum öðrum og ég mun örugglega aldrei skipta aftur.

BLUSH VOLUPTÉ

Nýji kinnaliturinn minn frá Yves Saint Laurent úr The Heart of Light línunni  (litur 2) er óendanlega fallegur. Ég ætla ekki einu sinni að telja hrósin sem ég hef fengið frá stelpum í skólanum því allir spyrja mig hvaða kinnalit ég sé nú eiginlega með. Þennan á ég eftir að klára alltof alltof fljótt því ég fer sko ekki sparlega með hann. Áður hef ég ekkert verið ofboðslega dugleg að nota kinnalit en núna fer ég ekki út úr húsi án þess að setja þennan á kinnarnar.

BON BON

Ilmvatn mánaðarins hefur verið Bon Bon frá Viktor & Rolf enda get ég ekki beðið eftir vorinu. Hvenær kemur það eiginlega? Ég er löngu löngu komin með leið á hálkunni og myrkrinu. Ég þrá sumar og sól og færist ég enn nær þess með að plata hausinn á mér með því að spreyja sumarlegu og sætu ilmvatni á mig.

VÖRUR

Yves Saint Laurent Heart of Light Kinnalitur í lit 2
Tanya Burr Girls Night Out Augnhár fást t.d. í Hagkaup
Bon Bon Ilmvatn frá Viktor & Rolf fæst t.d. í Hagkaup+
bareMinerals Mineral Veil Fæst í Hagkaup
Moroccanoil Body Buff Fleaur D’Oranger (fæst einungis í fríhöfn)*
Smoky Poppy Baðbombur frá The Body Shop*
Nars Creamy Concealer í Vanilla (fæst í Sephora t.d.)
Sensai Cleansing Balm farðahreinsir fæst t.d. í Hagkaup*
Untitled-1

Stjörnumerktar vörur fékk ég sendar sem sýnishorn.


Looking for Something?