mustimai

Listinn er stuttur fyrir maí en allar vörurnar eiga það sameiginlegt að vera frábærar. Gjörsamlega frábærar. Þær hafa allar verið fljótar að komast upp uppáhaldsstigann og sumar mun fljótari en aðrar. Það hefur ekki liðið sá dagur síðan ég eignaðist allar þessar sem ég hef ekki notað þær.

1. Yves Sainr Laurent Teint La Saharienne Balm to Powder – Ný vara frá YSL sem hefur slegið öll met hjá mér og hef ég notað hana daglega bæði í áberandi  og léttar skyggingar á andlitið. Liturinn er fullkominn og nota ég Beauty Blenderinn til þess að bera vöruna á rétta staði. Yfirborðið verður slétt og mjúkt eftir notkun og eins og ég sé ný komin frá sólarlöndum.

2. The Body Shop Fuji Green Tea Body Wash – Ég keypti mér þessa sturtu sápu í byrjun mánaðarins eftir að hafa prófað næstum alla línuna nema sápuna. Mig langaði í einhverja sem vekur mig virkilega á morgnanna og gerur þessi aldeilis trikkið. Upplífgandi grænt te á kroppinn sem ég set í baðliljuna mína sem ég á frá The Body Shop. Örlítill dropi með vatni og maka á allan líkamann. Það er í raun ekki hægt að byrja daginn betur.

3. S Factor True Lasting Color Hair Oil – Okay í alvörunni eignaðist ég þessa vöru í gær en ó mæ. Þetta er best lyktandi hár olía sem ég hef á ævinni kynnst. Hárið ilmar svoleiðis og glansar. Mmmm!!! Vildi að þið gætuð lyktað í gegnum tölvuskjáinn en sjón er sögu ríkari með þessa vöru og er ég líkleg til að klára hana mjög fljótt.

4. Sensai Cellular Performance Mask – Ég sagði ykkur frá þessum maska stuttlega í maska færslu um daginn en ég hef notað hann næstum daglega yfir nótt og hefur húðin mín sjaldan verið jafn góð. Ég nota Bioeffect dropana áður og vinnur vörurnar rosalega vel saman. Stútfullur af róandi olíum sem umvefja húðina. Veitir djúpan raka og algjöra slökun. Þessi hentar aðeins eldri eða 25-30+ sem eru byrjaðar að sjá ummerki um öldrun. Það má bæði nota hann stutt eða í 8-10 mínútur eða sofa með hann eins og ég geri. Það er mjög mikið magn í stóru túpunni og mun hann duga mér endalaust.

5. Skyn Iceland Nordic Skin Peel – Hvar er ég búin að vera og af hverju hef ég ekki prófað þetta fyrr? Fékk þessa bómullarpúða að gjöf frá yndislegu Karin minni sem rekur Nola.is. Hún sagði að ég yrði háð þessum og það er alveg rétt hjá henni. Einu sinni til þrisvar í viku nota ég þessa á alla húðina og lýsingunni á þeim segir að maður sjái árangur mjög fljótt en ég ætla að segja að ég sjái árangur strax. Bómullarskífurnar skrúbba mjúklega yfirborð húðarinnar. Þær innihalda mjólkursýrur og ávaxtaensím sem sjá um að húðin endurnýji sig hraðar, hreinsi úr opnum svitaholum og endurveki hreinleika húðarinnar. Einstaklega kælandi og róandi og hentar viðkvæmri húð. Það er frábært verð á vörunni hér heima og mæli ég með henni við alla. Þú færð hana hér.

6. Clarins Extra-Firming Body Cream – Ég hef lengi lengi leitað að hinum fullkomna rakakremi fyrir líkama. Eftir notkun vil ég að mér líði vel í húðinni en finni ekki neina þurrk tilfinningu. Ég hef prófað allt en aldrei hef ég fundið hið eina rétta, fyrr en nú! Ég ákvað að gera smá rannsókn á veraldarvefnum áður en ég bað Clarins hér á Íslandi um að fá að prófa. Það er ekkert smá magn í dollunni og þarf maður örlítið til að bera á alllan líkamann. Ég set alltaf smá áherslu á handleggi læri og bringu þegar ég ber á mig krem og er lyktin af þessu ómótstæðileg.

Untitled-11
Sumar vörur í þessari færslu fékk greinarhöfundar sendar sem sýnishorn aðrar keypti hann sjálfur.

clarisonicpedi

CLARISONIC PEDI

Áður en ég eignaðist þessa græju gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað það skiptir mig miklu máli að fæturnir séu fínir. Alltaf hef ég verið að nota bara venjulegan rasp og eftir langan vinnudag í VILA er ég oft afskaplega þreytt í fótunum. Ég eignaðist þetta tæki fyrir um mánuði síðan og ég er bara ekki frá því að það sé mögulega búið að bjarga lífi mínu. Eftir langan dag er í raun ekkert betra að komast heim í gott fótadekur og heitt freyðibað en ég hef alltaf verið með slæmar fætur sem verða auðveldlega mjög þreyttar.

Allar þessar vörur koma í kassa saman ásamt hleðslutæki sem ég tók ekki mynd af. Fyrst um sinn hugsaði ég ,,er þetta að fara að slá í gegn hjá lesendum?”. Siðan hrönnuðust inn fyrirspurnirnar frá vinkonunum mínum sem sögðust ,,þurfa að eignast svona tæki”. Eftir að ég sendi þeim snap með öllum skrefum fótsnyrtingarinnar, haha. Stelpurnar hjá Clarisonic sögðu mér að það væri heldur flókið að komast upp á lagið með röðina sem ég ætti að nota burstahausina, hvaða haus ætti að nota 2x í viku og hvaða haus daglega. Ég var komin með þetta eftir fyrstu tilraun og geymi nú burstann með bleika og appelsínugula hausnum í sturtunni. Ef þú ert týpan sem þarf endalaust að fara í fótsnyrtingu eða finnur fyrir óþægindum í fótunum, haltu áfram að lesa.

Í kassanum er: Fótsnyrtibursti, 2x burstahausar, hleðslutæki, fótaskrúbbur,
dropar sem hraða endurnýjun húðarinnar og fótaáburður

DAGLEGA

1. Skrúbba fæturnar í tvær mínútur með bleika og appelsínugula burstahausnum.
Bleyti burstann, set smá doppu af Pedi-Buff skrúbbinum og nudda inn í húðina í
tvær mínútur.

2. Skola af og ber svo á Pedi-Balm fótaáburðinn (sem ég geymi nú á náttborðinu
og nota alltaf áður en ég fer að sofa).

TVISVAR Í VIKU

1. Tvisvar í viku notar maður litla burstahausinn með gráa raspinum. Nota það á þurrar
fæturnar og nudda vel þar sem syggið er mikið. Eina mínútu á hvert svæði t.d. hæl og
tær en ekki nota neitt ofan á. Passa að gera ekki of fast því þá virkar hann ekki jafn vel.

2. Nota þá aftur bleika og appelsínugula burstann með doppu af Pedi-Buff
skrúbbinum og nudda vel inn í húðina í tvær mínútur á hvorn fót.

3. Nota Pedi-Boost dropana á þurrar fæturnar og nudda vel inn í og leyfi að þorna

4. Ber Pedi-Balm fótaáburðinn á fæturnar

Þetta hljómar allt eins og þetta sé geðveik vinna en í alvöru tekur þetta max tíu mínútur tvisvar í viku og 4 mínútur í sturtunni á morgnanna eða fyrir bað á kvöldin. Fæturnir á mér eru bara gjörsamlega allt aðrir og er Pedi tækið frá Clarisonic komið til að vera í baðherbergisskápnum hjá mér, ekki einu sinni skápnum heldur bara á baðkarsbrúninni. Clarisonic mælir með því að þrífa báða burstahausana vikulega með volgu vatni og sápu. Þessi bursti er ekki bara flottur heldur er ótrúlega þægilegt að ferðast með hann þar sem hægt er að hlaða hann með USB snúru. Rafhlaðan dugar skemur en í húðhreinsiburstanum vegna þess að það þarf mun meira power til að skrúbba fætur en andlit. Ég hleð minn vikulega og sýnir hann þér það með rauðu ljósi þegar rafhlaðan er tóm.

VINNINGSHAFI

Alda Kristinsdóttir

Clarisonic Pedi fótsnyrtingaburstinn fæst í snyrtivörudeildum Hagkaupa
í Smáralind ,Kringlunni og Akureyri. Um helgina er 20% afsláttur af tækinu.

Untitled-11
Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.

milliondollartan
TOP 3: MILLION DOLLAR TAN

Eftir að hafa prófað næstum allar vörurnar frá Million Dollar Tan hef ég komist að því að þrjár þeirra eru í allra allra uppáhaldi hjá mér þegar það kemur að sjálfbrúnkuvörum. En ég ætla að gera næst færslu með topp 3 sjálfbrúnkuvörunum frá St. Tropez. Þar sem þessi tvö merki eru eiginlega þau einu sem ég nota í sjálfbrúnkuvörum og þá mun ég segja ykkur frá allt öðruvísi vörum, þrátt fyrir að brúnkufroðan frá þeim sé líka æðisleg.

Cabana Tan Face – hér

Besta andlitsbrúnkukrem sem ég (og Harry) hef prófað. Ég nota þetta sirka 1x í viku eða áður en ég er að fara eitthvað fínt. Kremið er hvítt en liturinn byggist á örfáum tímum. Ég ber það á mig eftir að ég hreinsa húðina á kvöldin og skola af daginn eftir. Ég vakna með fallegan lit og hef aldrei séð neinn litamun eða mislit á hálsinum eða flekki. Algjörlega frábær vara sem gefur þér þetta ferska útlit. Einu skiptin sem mér líður eins og ég geti farið út ómáluð er þegar ég er ný búin að bera á mig þetta krem.

Mermaid Mousse Extreme – hér

Um daginn fjallaði ég um gradual tan froðuna en mér finnst eiginlega extreme froðan betri þar sem liturinn er mun dekkri. Froðuna nota ég í hanska og ber á allan líkamann og daginn eftir ég vakna ég fallega brún og liturinn er sérstaklega fallegur. Mamma mín hefur miklar skoðanir á litnum á mér og hún segir alltaf við mig að þessi litur sé fallegur .

Blend Friend – hér

Snilldar vara sem ég er nýbúin að eignast. Brúnkukrem sest alltaf í þurra bletti á húðinni á mér og þá sérstaklega hnúa, svæðið á milli brjósta og handahrika og olnboga. Ég ber þetta krem á þau svæði bæði fyrir og eftir og sest brúnkukremið núna ekkert á þessa staði. Liturinn er því jafn allstaðar.

Ég kaupi vörurnar mínar frá Million Dollar Tan inn á Ilmvatn.net

Untitled-11
Eina vöruna í þessari færslu keypti greinarhöfundur, hinar tvær voru fengnar sem sýnishorn.

greentea

THE BODY SHOP: FUJI GREEN TEA

Einu sinni fyrir langa löngu eða í janúar á þessu ári fékk ég að gjöf body butter úr Fuji Green Tea línu frá The Body Shop. Ég er búin að nota það upp til agna og eina sem ég á eftir eru umbúðirnar sem ég ákvað að spara þar sem ég vissi að ég yrði að eignast meira úr línunni þegar hún kæmi loks í verslanir. Línan inniheldur yndislegt grænt te frá Mount Fuji héraðinu í Japan. Vörurnar eru allar hreinsandi og frískandi. Það sem ég hef lesið mig til um að veraldarvefnum síðastliðna daga er að mest spennandi varan í línunni er sérstakt baðsalt sem inniheldur grænt te sem maður setur í tesíu eins og þið sjáið efst á myndinni. Ég set matskeið af baðsaltinu í tesíuna og hengdi síðan á baðkranann og baðherbergið ilmaði um leið eins og paradís. Þetta er að sjálfsögðu alveg eitthvað ekta fyrir baðperra eins og mig og líka vegna þess að ég er löngu löngu búin að klára allar 12 baðbomburnar sem ég fékk úr valentínusarlínunni. Nú drekk ég sjálf mikið grænt te að staðaldri og er sko ekkert á móti því að baða mig í heitum tebolla sem hreinsar líkama og sál.

greenteathebodyshop

HREINSANDI & FRÍSKANDI

Í Fuji Green Tea línunni eru tveir líkamsskrúbbar þessi sem þið sjáið á myndunum hjá mér sem er einskonar skrúbb stykki sem mér finnst gaman að geyma á fallegum bakka á baðkarsbrúninni og nota á allan líkamann. Hinn er þessi venjulegi líkamsskrúbbur í dollu sem yndislegt er að nota til þess að fjarlægja allar dauðar húðfrumur. Það eru einnig tvenn líkamskrem í línunni, annað er léttara body lotion en hitt fræga body butter-ið. Ég hef alltaf verið jafn hrifin af body butter-unum frá The Body Shop og er þetta með grænu te-i sko engin undantekning. Harry er búinn að vera að stelast í það líka þar sem lyktin er virkilega hlutlaus og hvorki kvenleg né karlmannleg.

Ég var svo hrikalega spennt að prófa þetta þegar ég fékk þetta fyrst í hendurnar að ég gat varla beðið eftir því að fara í bað. Loks var dagurinn á enda og prófaði ég skrúbbinn, bað te-ið og body butter-ið.  Í línunni eru fleiri vörur eins og ég nefndi en einnig inniheldur línan ilmvatn. Hvet ykkur endregið til að að kíkja á þessa frábæru línu í verslunum The Body Shop.

Eitt er víst að ég ætla að næla mér í sturtusápu úr Fuji Green Tea línunni!

Vörurnar fást í The Body Shop í Kringlunni, Smáralind og Glerártorgi Akureyri
Untitled-11
Vörurnar fékk ég sendar sem sýnishorn.


Looking for Something?