Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/best-of-februar/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

februar

BEST OF FEBRÚAR

Það voru ansi ansi margar vörur sem stóðu upp úr í febrúar og mun ég halda áfram að fjalla um hár jafnt og þétt á síðunni héðan í frá. Nokkrar vörurnar hef ég verið að prófa nokkuð lengi en aðrar frekar stutt. Allar vörurnar eiga það sameiginlegt að vera alveg geggjaðar að mínu mati og búnar að vera mikið notaðar.

TOP 9

1. Clarins 3-Dot Liner – Eyeliner* sem er sérhannaður til að ná á milli augnháranna til að fylla upp í á mjög einfaldan og þægilegan máta en ég nota hann þvert á móti þannig. Ég er mjög léleg í að setja á mig eyeliner en þessi er sá einu sem mér finnst ég hafa nógu mikið vald á til að gera flotta línu mjög nálægt augnhárunum. Þó ég segi sjálf frá þá hefur mér tekist að setja á mig eyeliner oftar í febrúar en nokkrum sinnum á lífsleiðinni.

2. Sóley Græðir kremið prófaði ég fyrst sem varasalva hjá tengdamömmu og var ég ekki lengi að næla mér í einn fyrir sjálfa mig. Ég nota hann á varirnar og er þetta einn besti varasalvi sem ég hef prófað og maður þarf svo lítið. Ég nota bara smá fyrir svefninn og vakna með flottar og mjúkar varir. Eftir að ég byrjaði að nota bara náttúrulega varasalva eru varirnar mínar allt aðrar en ef ég finn fyrir einhverjum óþægindum nota ég Græðir frá Sóley Organics. Þú mátt nota kremið á margt annað en bara varir eins og til dæmis brunasár, þurrkabletti og fleira.

3. Dior Nude Air* farðann hef ég verið að nota í sirka mánuð. Fyrst um sinn kunni ég ekki alveg á hann og fannst hann sitja efst á húðinni. Nú er ég búin að læra mjög vel á hann og er áferðin á húðinni eftir ásetningu dásámleg og mjög ljómandi. Maður þarf mjög lítið af farðanum og er hann mjög vatnskenndur og dreyfist mjög mjög vel. Passa þarf samt að nudda og buffa hann vel inn í húðina. Ég mæli með að taka einum tón ljósari en þú notar þar sem hann oxast aðeins á húðinni (eða dökknar eftir smá tíma).

4. Smashbox Photo Finish Primer Water*- Ég hef notað vatnið óspart og veit að það er uppselt um allt land. Þegar það kemur stelpur þá verðiði bara að næla ykkur í það. Ég nota það bæði yfir og undir farða og sé ég fáránlegan mun á áferðinni, ljómanum og endingu. Ég kem heim eftir 8 tíma vinnudag alveg eins og ég fór út um morguninn.

5. Yves Saint Laurent Couture Variation Palette í lit Nu* – þessa palettu þarf vart að kynna en ég hef ekki notað neina aðra síðan ég eignaðist hana. Hin fullkomna blanda af möttum, sanseruðum og glimmer augnskuggum sem ég hef fundið. Akkurat mínir litir og er ég mest hrædd um að klára hana.

6. OPI Cement the Deal – Naglalakkið sem hefur verið á nöglunum mínum allan mánuðinn. Tek það af og set strax aftur á. Þarft bara eina umferð af litnum til að fá fullkomna þekju og er þetta hinn besti “everyday” litur sem passar við allt. Hann er úr 50 Shades of Gray línunni svo hafið hraðar hendur ef þig langar í hann.

7. Moroccanoil Clarifying Shampoo* – Hreinsisjampóið frá Moroccanoil er ólíkt öllum þeirra sjampóum og er ótrúlega ánægð með þessa viðbót í sturtuna. Ég nota það einu sinni í viku til að hreinsa burt öll efni og óhreinindi úr hárinu. Ég nota það tvisvar í röð í hverri sturtuferð og hefur hárið mitt sjaldan verið jafn hreint.

8. Yves Saint Laurent Volupté Tint-In-Oil* – Þessi varaolía með smá lit býr í veskinu/skólatöskunni minni og er glansinn og liturinn fullkominn hversdags til að verja varirnar í kuldanum. Yndisleg vara og langar mig í fleiri liti í safnið.

9. LA Girl Pro Concealer – Ég varð að prófa þennan fræga hyljara frá merkinu LA Girl sem fæst inn á Fotia.is. Ég tók ljósasta litinn sem er með bleik/rauðum undirtónum en það finnst mér koma best út til að fela bláma undir augum. Mér finnst hann hreint út sagt frábær fyrir utan að pakkningarnar eru ekkert upp á tíu. Ég nota alltaf rakan Beauty Blender til að dreifa úr honum undir augum. (Fæst hér).

Untitled-1

Þessi umfjöllun er ekki kostuð, stjörnumerktar vörur fékk ég sendar sem sýnishorn.


Looking for Something?