Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/bed-of-nails/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

bedofnails

BED OF NAILS

Í tilefni heilsumánaðar hér á síðunni (og sjálf er ég heima veik með flensu) ætla ég að fræða ykkur og fjalla um allskonar vörur og æfingar sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan. Þetta eru allt vörur sem ég fýla og hef verið að nota og prófa sjálf. Í dag er ég jafn hissa og þið á hvað ég ætla að fjalla um en ég stóðst ekki mátið eftir að hafa fengið að prófa. Ég prófaði fyrst svona nálastungudýnu fyrir löngu síðan hjá Írisi vinkonu minni. Ég á mjög oft erfitt með að slaka á og á erfitt með að sofna og hef ég lengi reynt að finna leiðir fyrir mig að slaka á og hvílast. Ætla ekki að ræða við ykkur hugleiðslutímabilið sem ég gekk í gegnum…það var stórkostlegt haha. Ég fékk að prufukeyra þessa dýnu frá Bed of Nails  í samstarfi við Líkama & Lífsstíl og er það búið að vera mjög gaman. Í minningunni var nefnilega sárt að leggjast á svona dýnu en það er það alls ekki og get ég legið á henni tímum saman. Ef þú þjáist af hausverkjum, bakverkjum, stressi eða kvíða þá mæli ég 100% með því að skoða það að fjárfesta í svona dýnu.

Fyrstu nálastungurúmmin koma frá Asíu og voru þau notuð af gúrúum sem stunduðu hugleiðslu og heilun. Í dag hafa nálastungudýnur verið endurhannaðar og með heilsuna í huga og getur maður notað þær fyrir allan líkamann eða afmarkað svæði. Með því að nota Bed of Nails regluglega geturu bætt blóðflæði og aukið orku, lækkað blóðþrýsting og dregið úr streitu og kvíða. Ég þjáist af miklum hausverk sem kemur yfir mig sirka einu sinni í viku og finnst mér ekkert duga til að fjarlægja hann en það hjálpar að slaka á og liggja á mottunni. Fyrir svefninn finnst mér gott að liggja á mottunni í 20 mínútur áður en ég loka augunum. Það hjálpar mér að ná virkilega góðum nætursvefni og hafa rannsóknir sýnt að það bæti svefn og minnki þreytu. Ég hefði svo sannarlega þurft á mottunni að halda í síðustu lokaprófum en ég fer þá vonandi laus við stress í vorprófin!

Það er einnig hægt að kaupa Bed of Nails hauspúða en sjálfri langar mig ótrúlega að gefa tengdamóður minni þannig þar sem hún þjáist af miklum hausverk. Púðinn er hannaður til að nota fyrir hálsinn, mjóbakið, undir fótum eða á öðrum sveigðum svæðum líkamans. Linar þannig höfuðverk og bólgur. Mín eigin móðir er líka alltaf með vöðvabólgu og held ég að mæður okkar Harry fái nálastungudýnur frá okkur í afmælisgjöf í ár. Motturnar og púðarnir fást í bleiku og grænu og þið þekkið mig, auðvitað valdi ég mér bleika litinn. Ég geymi mottuna mína við hliðin á sófanum og er byrjuð að nota á hana á meðan ég vinn í tölvunni. Mér finnst ALLS ekki sárt að leggjast á hana þó að það lýti út fyrir að vera það, mér finnst það eiginlega bara virkilega þægilegt.

Í dag er algjör drauma dagur hjá mér og vinkonum mínum en við byrjum daginn að sofa til hádegis (mikilvægt), hittumst í brunch og köku, förum síðan saman á æfingu og endum daginn í Laugar Spa í nuddi og kvöldverð!

Bed of Nails mottuna færðu hér – Bed of Nails púðann færðu hér – Bed of Nails motta og púði saman hér
Einnig í verslun Líkama & Lífsstíls í Sporthúsinu Kópavogi
Untitled-1
Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn.


Looking for Something?