JÓLAGJAFALISTINN MINN

Ár hvert set ég saman nokkra jólagjafalista en mér skilst á lesendum að þeim finnist þægilegt að styðjast við þá þegar þeir eru í vandræðum með að finna hina fullkomnu jólagjöf. Síðan skilst mér á fólkinu mínu að það sé ekki auðvelt að kaupa gjafir handa mér en samt sem áður langar mig alltaf í eitthvað. Það eru tvær flíkur á óskalistanum í ár en mig dreymir um nýja og þykka úlpu og þessi frá 66 Norður er ein sú allra flottasta. Mig langar reyndar í hana í kolsvörtu en finnst hún alls ekki síðri svona. Síðan er það kjóllinn sem mig dreymir um að nota sem jólakjól en það er þessi gullfallegi kjóll frá Ganni sem ég vona mjög heitt að skili sér í verslanir Geysis fyrir jólin. Síðan eru það praktísku hlutirnir en ég nota iPadinn minn óspart og er löngu tímabært fyrir mig að endurnýja hann og grunar mig að hinn helmingurinn færi mér nýjan þessi jól. iPadinn ferðast með mér yfir höfin blá oft í mánuði og finnst mér ómissandi að geta horft á Netflix þegar ég er stödd á hótelum erlendis.

Það er líka alls ekkert fráleitt að færa mér fallegt kerti eða Stoff stjaka í safnið. Byrjaði nýverið að safna þeim og hlakka til að eiga nokkra til þess að raða skemmtilega saman og skapa mitt eigið skúlptúr. Stoff stjakarnir eru virkilega klassískir og flottir en ég valdi mér að safna þeim í messing. Síðan er ég alltaf glöð þegar ég fæ fallegar snyrtivörur en verð að mæla með þessari fallegu augnskuggapallettu frá merkinu Becca en hvaða áhugamanneskja um förðun myndi hoppa hæð sína fyrir þessa.

Vonandi gefur þessi listi einhverjum góðar hugmyndir af jólagjöfum en ég mun setja inn nokkra svona lista fram að jólum!

Gylltur krans fæst hér – Stoff kertastjaki fæst hér – iPad fæst hér – Lyngby jólakúlur fást erlendis – 66 Norður Tindur úlpa fæst hér
Becca augnskuggapalletta fæst í Lyf & Heilsu Kringlunni – Voluspa kerti fæst í Maia – Ganni kjóll (vonandi í Geysi)

 

Vörurnar voru fengnar að gjöf.

ESTÉE LAUDER PRODUCTS THAT NEVER LET YOU DOWN

Það er úr mörgu að velja á snyrtivörumarkaðnum getur valið reynst erfitt fyrir marga. Estée Lauder vörurnar hafa staðist tímans tönn en Advanced Night Repair línan þeirra hefur verið í hávegum höfð hjá mörghundruðþúsund kvenna um allan heim í meira en þrjá áratugi. Varan kom fyrst á markað árið 1982 og gjörbylti hún snyrtivöruheiminum. Estée Lauder var eitt fyrsta snyrtivörumerkið sem að greindi sambandið á milli DNA og ótímabærar öldrunar. Advanced Night Repair er fyrsta serum sinnar tegundar í heiminum og það fyrsta sem innihélt hýalúrón sýru. Af hverju er ég að fjalla um 30 ára gamla vöru? Jú, það er vegna þess að varan hefur staðist tímans tönn og er enn í daglegri notkun hjá konum um allan heim. Ég man eftir brúnu umbúðum serumsins síðan ég var krakki en vöruna er hægt að finna í snyrtitöskum kvenna um allan heim. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið endurbætt formúluna en í grunninn hefur það haldist eins og hefur markmið vörunnar verið það sama.

Við vörulínuna hafa bæst við vörur tengdar seruminu eins og augnkrem, maski og ýmislegt fleira. Það eru mörg ár síðan ég kolféll fyrir vörunni en síðan þá hefur hún komið og farið úr minni húðrútínu en það er eitthvað við hana sem fær mig til að byrja að nota hana aftur og aftur. Húðin mín er í algjöru jafnvægi þegar droparnir eru í notkun og fjárfesti ég alltaf í nýju glasi en ég nota vörurnar til að hægja á öldrun húðarinnar, fylla hana af raka og til að jafna áferð húðarinnar. Í yfir 30 ár hafa aðrir snyrtivöruframleiðendur reynt að leika eftir en margar konur geta verið sammála mér að það hefur ekki enn tekist.

 

Vörurnar fékk ég að gjöf // Vörurnar frá Maria Nila eru ?

MARIA NILA HEAD & HAIR HEAL

Undanfarna 2 mánuði hef ég eingöngu notað hárvörurnar frá Maria Nila en það er nægur tími fyrir mig til þess að geta mælt með vörunum frá merkinu heilshugar. Maria Nila er sænskt hágæða hárvörumerki sem ég fékk þann heiður að kynna fyrst fyrir íslendingum hér fyrir nokkru. Merkið er ótrúlega vinsælt en það er vegna gæða og virkni varanna að mínu mati. Í sumar þegar ég fór að finna fyrir miklum þurrk, kláða og óþægindum ásamt miklu hárlosi varð ég að grípa til örþrifaráða og ákvað að fara í einskonar hár meðferð. Sem felur í sér að ég nota einungis Head & Hair Heal línuna sem inniheldur: Sjampó, hárnæringu og djúpnæringu. Ég stóð mig að því að draga úr þykka grófa hárinu mínu heilu og hálfu lokkana í sturtu. Ég var farin að finna fyrir að þykktin var á hraðri niðurleið og þetta var farið að valda mér nokkrum áhyggjum. Ég ákvað að leita til sérfræðinga þegar  þegar mér var ekki farið að lítast á blikuna og vegna þekkingar minnar á sænska merkinu Maria Nila varð það að sjálfsögðu fyrir valinu. Ekki skemmir það fyrir að merkið er bæði vegan og cruelty free.

Head & Hair Heal línan frá Maria Nila lofar að minnka bólgur í hársverði og auka hárvöxt. Piroctone Olamine og Aloe Vera vinna saman gegn því að hindra flösumyndun og önnur vandamál sem kynnu að vera í hársverði. E vítamín, apigenin og peptíð örva hársekkina svo að hárvöxtur eykst. Síða vinnur Oleanolic sýra gegn hárlosi. Ég nota vörurnar 3-4 sinnum í viku en það er nokkur oftar en að ég er vön að þvo á mér hárið en ég komst upp með að gera að 2-3 áður. Lang best finnst mér að nudda sjampóinu vel í allan hársvörðinn og gefa honum örlítið nudd. Það er vel þess virði að þurfa að þvo það aðeins oftar vegna þess að ég sé svo mikinn mun á hárinu. Þurrkur og kláði er úr sögunni og hárlos hefur minnkað um meira en helming. Grófa hárið er mjúkt og meðfærilegt og er ég miklu meira með það slegið eftir að ég byrjaði að nota vörurnar. Það hreinlega geislar af heilbrigði. Tvisvar í viku næri ég hárið extra vel með djúpnæringunni en nota hárnæringuna annars á eftir. Djúpnæringunni leyfi ég að liggja í hárinu í um 3-5 mínútur en passa að ofnæra hárið ekki. Ég er nú þegar búin með heila dollu af djúpnæringunni og var ekki lengi að fá mér aðra því mér finnst hún hreinlega ómissandi en hárið verður silkimjúkt og meðfærilegt eftir 5 mínútna meðferð.

Með þessari meðferð hef ég verið að taka inn Sugarbearhair gúmmíbangsana sem eru sérvalin vítamín til að auka hárvöxt og heilbrigði hársins. Sugarbearhair inniheldur A, C,D, og E vítamín, B6, fólínsýru, B12, biotin, pantónsýru, joð, sink, kólín og inositol. Bangsarnir eru framleiddir úr alvöru berjum og eru þeir virkilega bragðgóðir. Ég er á þriðja glasi og hef hugsað mér að taka inn fjögur glös í röð og taka síðan pásu í 2-3 mánuði. Ég sé mikinn mun á vexti hársins en það hefur hreinlega sprottið eins og arfi síðustu mánuði. Ég er í skýjunum með þessa einstöku blöndu af vítamínum og hárvörum sem skila svona miklum og góðum árangri. Ég finn að hárið og hársvörðurinn er í fullkomnu jafnvægi. Ástæða þurrksins var líklegast þurra loftið sem ég starfa í og allar hárvörurnar sem ég hef notað síðastliðin ár. Með því að næra og gefa hárinu raka minnkum við líkur á sliti, brotnum endum og hárlosi.

Maria Nila Head & Hair Heal vörurnar fást á hárgreiðslustofum (sjá lista hér) og hér / Sugarbearhair hárvítamínið fæst t.d. hér

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

CURRENT MAKE UP FAVORITES

Í stað hefðbundinnar uppáhals færslu í byrjun mánaðar þar sem ég tek saman mínar uppáhalds snyrti- og förðunarvöru. Ákvað ég að leyfa förðunarvörurnum að standa í  sviðsljósinu þennan mánuðinn. Haustið hefur alltaf í för með sér fullt af nýjungum sem koma á markaðinn. Jólasettinn koma á markað og það er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt til að prófa. Það er ansi margt sem er í uppáhaldi hjá mér núna en nýjungarnar frá Becca og YSL hafa fengið hvað mesta athygli. Nýji farðinn frá YSL kom mér skemmtilega á óvart en ég keypti mér farðann í Bandaríkjunum um daginn og fékk síðan hinar vörurnar í línunni að gjöf. Ég er alltaf hrædd við matta farða en farðinn lofar mattri áferð en hann er mun náttúrulegri en við mátti búast. Þekur vel og hefur virkilega góða endingu.  Mér finnst ég verða að nota farðagrunn undir farðann en ég hef prófað að nota bæði góðan rakaprimer og sérhannaða primerinn úr línunni og verð að segja að hann er smá “must” með farðanum. Hann fyllir upp í misfellur og hindrar að umfram olíumyndum eigi sér stað yfir daginn. Hyljarinn er síðan að mínu mati einn sá besti sem ég hef prófað. Fljótandi en á sama tíma þekjandi en það er þannig sem ég vil hafa þá. Blandast vel út með farðasvampi og nota ég Laura Mercier púðrið til að setja hann til að fá lýtalaust útlit.

Förðunarmerkið Becca kom í sölu hér á landi í október en síðan þá hef ég prófað margar vörur frá merkinu. Aprés Ski jólaaugnskuggapallettan er komin til landsins en hún er fullkomin sem,, augnskuggatopper” palletta en hún er búin til úr öllum vinsælustu highlighter púðrum merkisins. Augnskuggarnir eru guðdómlegir og verður þessi mikið notuð yfir hátíðarnar. Ég hafði einungis átt Champagne Pop highlighterinn frá merkinu en fékk að prófa litinn Opal og hefur hann á stuttum tíma orðið minn uppáhalds highlighter, því meira af honum því betra. Ég nota Back Light farðagrunninn óspart undir aðra farða en YSL en hann gefur svo fallega ljómandi áferð á húðina. Ég er komin ansi langt með mína flösku og mun örugglega kaupa mér aðra áður en þessi klárast. Naglalakk haustsins er þessi fallegi haustlitur sem nefnist Clothing Optional frá Essie. Hann hefur verið í mikilli notkun undanfarið en hann hentar vel fyrir þennan árstíma. Ljóst sienna brúnt lakk með miklum glans. Ég elska að nota Gel Setter lakkið yfir til að ná fram extra glans og enn betri endingu.

1. Hourglass Ambient Lighting Pallette 2. YSL All Hours Foundation fæst í Hagkaup 3. YSL All Hours Primer fæst í Hagkaup* 4. YSL All Hours Concealer fæst í Hagkaup* 5. Marc Jacobs Velvet Noir Maskari 6. Becca Highlighter í litnum Opal fæst í Hagkaup Kringlu og Lyf & Heilsu Kringlunni 7. Anastasia Beverly Hills Prims palletta væntanleg í Nola 8. Becca Aprés Ski* augnskuggapalletta fæst í Hagkaup Kringlu og Lyf & Heilsu Kringlunni 9. Becca Backlight Priming Filter farðagrunnur fæst í Hagkaup Kringlu og Lyf & Heilsu Kringlunni 10. Essie Clothing Optional Naglalakk fæst hér*


Looking for Something?