1.Bio-Oil fæst hér 2. BKR brúsi fæst hér 3. Ovia Appið er í App Store 4. Lululemon Align buxur hér 5. BBhugme meðgöngu- og brjóstagjafapúði hér
6. Asos meðgöngutoppar hér 7. LOCcitane möndlu handáburður 8. Origins Peace of Mind piparmyntu dropar (fást í Lyfju & Hagkaup Smáralind & Kringlunni)

FIRST TRIMESTER FAVES

Loksins get ég deilt ég með ykkur þeim hlutum sem hjálpuðu mér að komast í gegnum fyrstu 12 vikurnar. Ógleðin helltist yfir mig eins og blaut tuska í andlitið á sjöttu viku og er enn til staðar. Preggie pops, vatnsflaska, klakar, piparmyntu ilmkjarnaolían frá Origins og sjóveikisarmbönd komu mér í gegnum erfiðustu dagana en marga daga komst ég ekki út úr húsi. Í dag er ógleðin smávægileg miðað við versta tímann. BKR flaskan mín hefur verið við hendina alla daga síðan ég fékk jákvætt próf en ég passaði mig alltaf að drekka vel þrátt fyrir mikil uppköst og var brúsinn alltaf til staðar fyrir mig inn í ísskáp stútfullur af íssköldu vatni. Ég fann strax fyrir miklum þurrk á líkamanum og líkamsolían frá Bio-Oil hefur komið að góðum notum en yfirleitt byrja konur að nota hana eftir 12 viku þegar fer eitthvað að sjást en ég var svo þurr að ég notaði hana á allan líkamann. Ég notaði hana sérstaklega á brjóstin þar sem mér fannst þau vera að springa og fann fyrir miklum óþægindum en þá komu líka þessir þægilegu toppar frá Asos að góðum notum (hér). Þeir koma tveir saman í pakka og eru þeir það mjúkir að það er þægilegt að sofa í þeim líka. Möndlu handáburðurinn frá LOccitane hefur verið mikið uppi við en ég fann snemma fyrir því að handarbökin á mér voru að skrælna.

Síðan verð ég að nefna frægustu óléttubuxur í heimu sem heita Align buxurnar frá Lululemon en ég var heppin að eiga til tvö stykki af þeim ofan í skúffu og hef ekki farið úr þeim og fjárfesti í einum til viðbótar um daginn í stærri stærð til að eiga til að nota seinna. Ég notaði þær óspart áður og kom sér vel hvað þær henta vel þegar allt er að stækka og breytast. Ekki endilega vegna stærðar heldur vegna óþæginda við að vera í hefðbundnum gallabuxum. Fyrsta og stærsta fjárfestingin sem ég hef gert á þessari meðgöngu er meðgöngu- og brjóstagjafapúði frá merki sem heitir BBhugme en ég pantaði hann af Babyshop. Ég var búin að lesa mér mikið til um púða til að sofa með alla meðgönguna en þar sem ég sef á maganum fannst mér ég verða að reyna að venja mig á að sofa á hlið frekar snemma. Púðinn hefur hjálpað mikið en það er auðvelt að aðlaga hann að eigin þörfum og hafa hann annað hvort stífan eða mjúkan með því að draga litlu plast endana til. Púðinn er mjög langur og fyrirferðamikill en hefur mér fundist hann ómótstæðilegur, sérstaklega núna síðustu vikurnar. Síðast en ekki síst vil ég nefna Ovia appið en ég notaði það einnig áður til að halda utan um tíðahringinn og nú meðgönguna. Virkilega þægilegt og gott forrit sem veitir manni skemmtilegar upplýsingar um hverja viku fyrir sig.

 

MY BEAUTY RESOLUTIONS FOR 2018

Það hafa allir gott af því að strengja sér áramótaheit. Bara eitthvað til að gefa sjálfum sér smá spark í rassinn varðandi lífsstíl og heilsu. Í þessari færslu ætla ég að segja ykkur frá því hvernig ég hugsa um heilsu, húðina og líkama minn yfir árið og hvernig ég ætla að gera betur. Það er nefnilega alltaf hægt að gera betur. Þessi færsla getur verið einskonar markmið fyrir okkur öll til þess að hugsa betur um okkur. Það er nefnilega svolítið skrítið nefnilega en því betur sem ég hugsa um húð, hár og líkama því betur líður mér. Þó það hljómi jafnvel yfirborðskennt en þá líður mér alltaf best þegar ég er besta útgáfan af mér og ég held að mörgum líði eins. Markmiðin þurfa ekki að vera flókin og yfirleitt er lang best að taka lítil skref í átt að stærri markmiðum.

HÚÐDEKUR

Eins og þið vitið nýt ég þess að hugsa vel um húðina og vantar ekkert upp á hjá mér í þeirri deild en það er ekki allir á sömu blaðsíðu og ég í þeim efnum. Auðveldast er að byrja að setja sér minni markmið og getur jafnvel það fyrsta verið að lofa að þrífa af sér farða á hverju einasta kvöldi og taka eitt skref í einu. Bæta síðan andlitshreinsi og maska við einu sinni í viku. Ég hreinsa húðina mína bæði bæði kvölds og morgna og tileinka húðinni sunnudagskvöld (nú eða hvaða dag sem hentar þér). Mér finnst gott að byrja vikuna á því að líða vel í húðinni og dekra við hana yfir góðri bíómynd á sunnudagskvöldum. Slær tvær flugur í einu höggi og líður líka vel í sálinni og tryggjum extra hvíld fyrir komandi vinnuviku. Þessi kvöld eru tilvalin til að finna út úr því hvað hentar þinni húð best en allra best er að vita sirka hvernig húðgerð þú ert með. Ég mæli með vikulegri hreinsun ásamt góðum rakamaska eftir á sem nærir og lagfærir. Þú getur lesið allt um húðrútínuna mína hér.

VATN

Það allra besta sem þú getur gert fyrir líkama og sál er að drekka vatn. Ég er með eina fallega flösku eða brúsa sem ég nota einungis fyrir ískalt vatn. Það hjálpar mér alveg að flaskan sé flott og ferðast hún með mér hvert sem ég fer. Ég reyni að drekka um tvo brúsa aukalega við annað sem ég drekk yfir daginn. Þá tryggi ég það að ég sé að fá að minnsta kosti 1 L af hreinu íslensku vatni á dag og til víðbótar er það sem ég drekk í ræktinni, með mat og annað. Uppáhalds flaskan mín undir vatn er BKR brúsinn minn en hann er úr gleri og er því mun umhverfisvænni en aðrir brúsar. Þær eru úr 100% endurvinnanlegum efnum og án BPA og phtalate. Flaskan sjálf er úr gleri en hylkið úr sílikoni sem ver hana fyrir hnjaski. Fæst hér.

LÍKAMI & SÁL

Á þessu ári hef ég verið virkilega dugleg að sækja mér utanaðkomandi þjónustu eins og að fara í nudd, litun og plokkun og markmið ársins 2018 er að fara tvisvar á ári í fótsnyrtingu. Ég geng mikið á hælum vegna vinnunnar og tekur það toll á fótunum. Um leið og ég er búin að skrifa þessa færslu ætla ég að bóka minn fyrsta tíma í fótsnyrtingu. Ég hef verið dugleg að hugsa um fæturnar heima fyrir en finn að það þarf sérfræðing af og til. Þegar álagið er mikið finnst mér ekkert betra en að skella mér í heilnudd og tek ég yfirleitt heilan eða hálfan dag þar sem ég nýt mín í heilsulind. Dúlla mér við að fara í mismunandi gufur og potta. Það hafa allir gott af því að njóta og kúpla sig útúr hversdagslífinu. Þess á milli finnst mér ótrúlega gott að mæta í heitan yoga tíma einu sinni í viku. Eftir tímann er ég fullkomnlega endurnærð og tilbúin að tækla næstu verkefni.

Þessi markmið er nú ekkert stórvægileg og ættu allir að geta sett sér eins eða svipuð til að hugsa betur um líkama og sál.

 

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf en aðrar keypti ég mér sjálf.

MY TOP 10 SKINCARE PICKS OF 2017

Gleðilegt nýtt ár og gleðilegt nýtt blogg ár sem verður stútfullt af skemmtilegum og fræðandi færslum á milli himins og jarðar. Mig langaði að byrja árið á flokknum sem mér finnst hvað mest spennandi en það er húðumhirða og langaði mig að fara yfir þær vörur sem ég notaði hvað mest árið 2017. Eins og þið vitið þá notaði ég margar snyrtivörur árið 2017 en frá degi til dags notaði ég yfirleitt alltaf það sama. Snyrtivörur koma og fara en þær sem haldast í rútínunni eru þær sem virka og gera húðinni gott. Á þessu ári byrjaði ég að taka aðeins meira í gegn hjá mér meira hvað varðar innihalds efni og reyndi að velja alltaf það allra besta og byrjaði að kaupa mér meira af cruelty free og vegan vörum. Þær vörur sem eru cruelty free eru nú allar merktar með 🐰. Mér finnst alltaf eins og ég væri ekki að vinna vinnuna mína vel ef ég myndi bara sýna ykkur vörur sem fást hér á landi. Snyrtivöruheimurinn er risastór og er úr mörgu að velja og þess vegna vel ég að sýna ykkur líka þær vörur sem fást erlendis en ástæðan er sú að ég vil sýna ykkur það besta í bransanum.

1. Drunk Elephant Lala Retro Whipped Cream 🐰

Þetta krem er stjarna ársins 2017 að mínu mati en þetta er fjórða dollann sem ég fer í gegnum á myndinni. Drunk Elephant vörurnar eru ómótstæðilegar að mínu mati en þær innihalda engin auka- eða skaðlega efni og það má einungis finna innihaldsefni sem gera húðinni gott. Þetta krem er þykkt og gefur mikinn raka án þess að verða feitt á húðinni. Smýgur inn á orskotsstundu og er fullkomið undir farða. Kremið er blanda af 6 afrískum olíum og heldur það raka í húðinni tímum saman. Þetta krem er fullkomið fyrir þurra húð.

2. Glamglow Supermud Clearing Treatment*

Þessi yrði líklegast kosinn maski ársins 2017 en hann hefur farið hamförum á árinu. Það hefur meira að segja orðið Supermud skortur á landinu nokkrum sinnum á árinu. Eftirsóttasti maski landsins stendur líka alveg undir nafni. Besti hreinsimaskinn á markaðnum á mínu mati. Ég nota hann yfirleitt einu sinni í viku og einnig eftir þörfum. Ber hann ekki endilega á alla húðina heldur bara á þau svæði sem þarfnast djúphreinsunar. Það er yfirleitt nebbi, haka og út á kinnar. Maskinn er hannaður til þess að hreinsa djúpt upp úr svitaholum og verður húðin óaðfinnanleg eftir á.

3.  Origins Drink Up Intensive Overnight Mask

Þessi maski berst um topp sætið við Supermud frá Glamglow en þjónar allt öðrum tilgangi. Raka- og næringarmaski frá merkinu Origins sem hefur verið ótrúlega vinsælt eftir að það kom í sölu hér á landi eftir nokkurra ára hlé. Maskann nota ég á nóttunni og blanda við nærandi olíur. Maskinn inniheldur avocado olíu sem fyllir húðina af næringu og raka líkt og lárperan gerir við líkamann þegar við borðum hann. Mér finnst best að nota hann eftir góða hreinsun og það er fátt betra en að leggjast á koddann og finna hvað mér líður vel í húðinni.

4. Drunk Elephant TLC Framboose Glycolic Night Serum 🐰

Þessi vara er kærkominn fyrir þær sem berjast við óhreinindi og áferð á húðinni en þetta næturserum inniheldur 12% AHA/BHA ávaxtasýrur sem slétta yfirborð húðarinnar. Eftir notkun kemur í ljós mýkra, sléttara og meira ljómandi yfirborð. Varan er líka æðisleg áður en maður notar aðrar vörur en hún gerðir það að verkum að aðrar vörur vinna betur og komast dýpra ofan í húðina. Vinnur einnig gegn fínum línum, litabreytingum, umfram olíumyndun og sýnileika svitaholna. Þetta er vara sem ég get ekki sleppt í minni rútínu en ég nota hana 2-3 kvöld í viku. Varan inniheldur engin óæskileg aukaefni eins og allar vörurnar frá Drunk Elephant.

5. Glamglow Supercleanse Clearing Cream-to-Foam Cleanser*

Þessi hreinsir er það nýjasta á þessum lista og hef ég því minnstu reynslunni af henni en rétt eins og Supermud þá er Supercleanse ekkert síðri. Frábær djúphreinsir sem er fljótlægt og þægilegt að nota til þess að hreinsa óhreinindi upp úr svitaholunum eftir langan dag. Frábært að nota hann á milli þess sem þú notar hreinsimaskann til að tryggja að húðin sé alltaf tandurhrein og fín. Hreinsirinn innihedur þrjár mismunandi útgáfur af kolum til þess að djúphreinsa húðina ásamt ávaxtasýrum sem koma jafnvægi á húðina. Mér líður alltaf eins og ég sé að fá smjörþefinn af maskanum þegar ég nota þennan á milli.

6. Clinique Moisture Surge Hydrating Supercharged Concentrate*

Þetta er önnur flaskan á myndinni en ég er búin með heila flösku núna í haust og vetur. Þessi vara er fullkomin fyrir þær sem glíma við extra þurra húð og frábært að nota hana undir rakakremið þitt til að tryggja það að húðin sé vel nærð fyrir daginn. Sérstaklega núna í frostinu en formúlan er þunn og smýgur hratt inn í húðina en veitir 24 stunda raka. Serumið inniheldur hátt hlutfall hýalúrón sýru sem fyllir húðina af raka. Þetta er vara sem verður alltaf til staðar í minni rútínu þegar mér finnst húðin stíf og þurr.

7. La Mer The Tonic Andlitsvatn*

Í ár lærði ég mikilvægi þess að nota andlitsvatn en þau róa, næra og undirbúa húðina okkar fyrir þykku og góðu kremin sem koma á eftir. Þau tryggja það að rakinn smjúgi lengst ofan í húðina í stað þess að sitja bara eftir á yfirborðinu. Þau sjá til þes að sýrustig húðarinnar sé í jafnvægi og ég elska að nota The Tonic frá La Mer til að tryggja það að húðin mín sé í hvaða besta ástandinu til þess að taka við kremum og öðru sem ég nota á húðina. Eftir bæði kvöld- og morgunhreinsun nota ég smá af The Tonic í bómul og strýk yfir húðina. Þá er hún mun mótækilegri fyrir því sem kemur á eftir. The Tonic gefur húðinni samstundis raka, endurnýjar húðfrumur, róar og gefur húðinni ljóma.

8. Drunk Elephant Virgin Marula Luxury Facial Oil 🐰

Eins og að senda húðina í meðferð – en þessi olía frá Drunk Elephant á hug minn allan. Ég nota hana bæði í bland við Origins maskann en líka á eftir sterkari sýrumeðferðum en hún hægir á ótímabærri öldrun húðarinnar og hefur einstaka hæfileika til þess að gera við húðina. Olían er virkilega rík af næringarefnum en það verður ekkert eftir á húðinni eftir notkun og húðin verður ekki feit. Marula olían er alveg ósnert af eiturefnum, ilmefnum og er alltaf í sínu hreinasti formi í Drunk Elephant vörunum. Olían hentar öllum húðgerðum og nota ég hana óspart eftir langar flugferðir.

9. Kiehls Avocado Eye Treatment

Uppáhalds augnkremið mitt og það er einföld ástæða fyrir því. Ríkt af næringarefnum sem að næra og dekra við augnsvæðið og hef ég ekki glímt við neinn þurrk á augnsvæðinu eftir að ég byrjaði að nota það. Kremið er líkt og Origins maskinn ríkt af lárperuolíu sem hefur einstakan lækningarmátt. Það þarf bara örlítið af kreminu á augnsvæðið og nota ég það bæði kvölds og morgna. Augnkremið hefur verið á topp sölulista Kiehls í mörg mörg ár en ástæðan er líklegast sú að kremið virkar og gerir það sem maður ætlast til af því.

10. Mac Prep + Prime Fix +

Ekki beinlínis húðvarða en eitthvað sem ég nota daglega til að viðhalda rakastigi húðarinnar og sérstaklega í flugferðum. Létt rakasprey sem inniheldur vítamín og steinefni sem róa húðina og gefa henni samstundis raka. Mér finnst lang best að nota spreyið yfir farða eftir að ég farða mig og síðan nokkrum sinnum yfir daginn til að fríska upp á útlitið. Ég hef prófað ótal rakasprey en einhvern vegin finnst mér Mac Fix+ alltaf það besta í bransanum og kaupi ég það aftur, aftur og aftur.

Vörurnar frá Origins, Clinique, Glamglow, La Mer og MAC fást hér á landi en Drunk Elephant og Kiehls fást erlendis (t.d. í Sephora).

 

Þetta ár hefur verið ansi viðburðaríkt og er það löngu orðið að hefð að þakka fyrir sig með veglegum gjafaleik. Ég er ótrúlega lánsöm með minn feril sem bloggari og áhrifavaldur og trúi ég því varla að það séu komin 6 ár frá opnun síðunnar minnar. Þetta væri í raun ekki allt hægt án ykkar og samstarfaðila síðunnar minnar. Það er í raun einstakt að litla ég á Íslandi fái að starfa við það sem ég elska og fæ að vera þess aðnjótandi að deila með ykkur hugmyndum og upplýsingum um allt á milli himins á jarðar. Ég verð alltaf svolítið meyr þegar þegar síðan mín verður árinu eldri en hún er orðin svo stór hluti af mínu lífi og þegar hún hrundi um daginn í viku fann ég hvað ég nýt þess að deila með ykkur hugsunum mínum. Þetta er eitthvað sem ég mun gera um ókomin ár eða þangað til að ég finn ekki löngun til þess lengur. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir samfylgdina í gegnum árin en ég veit að sumum líður eins og þeir eigi hlut í mér eftir að hafa fylgst með mér í gegnum árin. Við göngum í gegnum súrt og sætt saman og þá sérstaklega á Snapchat aðgangi mínum. Það er mér ómetanlegt hvað ég á mikið af yndislegu fóki í kringum mig og langar mig bara að segja eitt stórt TAKK! Til að þakka fyrir mig ætla ég að leyfa ykkur að njóta með mér en ég fæ að njóta þess allt árið um kring  að prófa allt það nýjasta í heimi snyrtivara, tísku og heimilsvara og nú er komið að ykkur. Í ár fá lesendur mínir að njóta um jólin með öllum þeim vörum sem ég hef fjallað mikið um á árinu en ég valdi allar vörurnar sjálf en þær eiga það sameiginlegt að hafa notið mikilla vinsælda á árinu sem er að líða. Ég dreg út fjóra vinningshafa á aðfangadag kl 12:00. En nóg um blaður og vindum okkur í leikreglurnar:

Til að vinna þarftu að:

1. Skilja eftir fallega athugasemd undir færsluna á Facebook

2. Deila færslunni með vinum á Facebook

Vörumerkin og verslanirnar sem lögðu mér lið í ár eru: Dimm.is, Snúran, Reykjavik Design, Fotia, Yves Saint Laurent, Maria Nila,
Loccitane, Angan, Glamglow, Kaupfélagið, Clinique, Essie, Real Techniques, Vila, Vero Moda og Selected

PAKKI 1

 

1. Nordstjerna vasi úr Snúrunni hér 2. All Hours línan frá Yves Saint Laurent 3. Head & Hair Heal frá Maria Nila hér 4. Beautyblender pakki frá Fotia hér

Í fyrsta pakkanum leynist guðdómlegi Nordstjerne vasinn sem fæst í Snúrunni en vasinn prýðir hvaða heimili sem er og elska ég að geyma í honum fallegar eucalyptus greinar. Einnig er nóg af yndislegum snyrtivörum í fyrsta pakkanum eins og öll All Hours línan frá Yves Saint Laurent sem hefur farið sigurför um heiminn, Head & Hair Heal línan frá sænska merkinu Maria Nila sem bjargar hárinu frá þurrki og hárlosi ásamt öllum þeim vörum sem þarf til þess að fullkomna förðunina frá Beautyblender.

PAKKI 2

1. Tribus motta frá Lina Johanson hér 2. Angan Baðsalt og líkamsskrúbbur hér 2. Glamglow Supermud maski & Youthcleanse hreinsir hér 3. Vagabond skór að eigin vali úr Kaupfélaginu hér

Í öðrum pakkanum leynast fallegar vörur sem hver sem er ætti að geta notið. Vinningshafinn fær að velja skó að eigin vali frá sænska skóframleiðandanum Vagabond en mesta úrvalið er að finna í verslunum Kaupfélagsins í Smáralind og Kringlunni. Vinningshafinn fær einnig að njóta um jólin með uppáhalds hreinsimaskanum mínum ásamt þeim nýjasta úr smiðju Glamglow. Vinningshafinn legst síðan í dásamlegt heitt dekur bað með vörunum frá Angan. Síðast en ekki síst leynist í pakkanum falleg vínylmotta frá Lina Johanson frá Dimm.is sem auðvelt er að þrífa, gott að ganga á og ekki skemmir það fyrir hvað hún er falleg.

PAKKI 3

 

1. Wings Teppi frá Lina Johanson hér 2. Clinique Take the Day off andlitshreinsi línan 4. Uppáhalds naglalökkin mín frá Essie 5. Pico3 Vínrekki frá Reykjavik Design hér

Í þriðja pakkanum leynast guðdómlegar vörur fyrir heimilið. Fallega Wings teppið frá Linu Johanson en hver sem er ætti að geta notið þess yfir jólamynd núna í desembermánuði. Pico3 vínrekkinn frá Reykjavík Design er flottur á hvaða skenk sem er og leyfir fallegum vínflöskum að njóta sín. Í pakkanum leynast einnig öll uppáhalds naglaökkin mín frá Essie á árinu ásamt Gel Setter yfirlakkinu sem gerir það að verkum að lakkið helst fínt dögum saman. Einnig er að finna í pakkanum alla Take the Day Off andlitshreinsilínuna frá Clinique sem er að mínu mati sú besta í bransanum.

PAKKI 4

 

1. 20.000 kr gjafabréf í verslanir Bestseller 2. Gjafakassi frá First Aid Beauty hér 3. Möndlusápa og Lavender koddasprey frá Loccitane 4. Eucalyptus veggmynd hér

Í fjórða pakkanum leynist 20.000 kr gjafabréf í verslanir Bestseller en vinningshafinn fer ekki í jólaköttinn í ár og getur keypt sér falleg jólaföt í Vila, Selected eða Vero Moda. Húðin þarf að vera fín líka svo í pakkanum er líka stór gjafakassi með vinsælustu vörunum frá First Aid Beauty ásamt möndlusápu og lavender koddaspreyinu frá Loccitane. Síðast en ekki síðast leynist fallegt veggplagat  með eucalyptus greinum frá Dimm.is.

#THORUNNIVARSMADEMEDOIT

 

 


Looking for Something?