Vörurnar fékk ég að gjöf

DR. ANDREW WEIL  FOR ORIGINS / MEGA MUSHROOM

Á dögunum kom ný og glæsileg lína til landsins en hún er samstarf á milli Origins og ameríska læknisins Andrew Weil. Andrew Weil er þekktur heildrænn læknir sem trúir á lækningarmátt kínverskra jurta. Þetta er ekki fyrsta samstarf læknisins við merkið og því verulega spennandi að sjá hvað hann gerir núna. Línan samanstendur af fimm nýjum vörum sem innihalda allar mismunandi sveppi. Læknirinn telur flest öll húðvandamál stafa af bólgum og ertingu í húð og trúir hann á lækningarmátt sveppa. Þess vegna þróaði hann Mega Mushroom línuna í samstarfi við Origins. Dr. Weil þróaði Mega Mushroom formúlu sem samanstendur af Chaga, Cordyceps, Reishi og Sea Buckthorn sveppum. Ásamt þessum fjölbreyttu sveppategundum innihalda vörurnar allar ríkulegt magn af glycerin sem að finnst í náttúrunni og laðar vatn að húðinni.

Vörurnar frá Origins eru án allra óæskilegra aukaefna eins og til dæmis: parabena, súlfata, mineral olíu, petroleum, paraffin og formaldahýðs. Ég er búin að prófa þrjár vörur af fimm síðustu daga og koma vörurnar mér skemmtilega á óvart og eitthvað sem einhver sem þjáist af bólgum og ertingu í húð ætti að skoða. Andlitskremið er í uppáhaldi hjá mér en það róar húðina samstundis og minnkar ertingu og rauða flekki. Kremið róar og styrkir húðina með Mega Mushroom formúlinni ásamt túrmerik, engifer og basilikku. Mér þykir kremið gefa mikinn raka og er ilmurinn af því upplífgandi og hreinlengur. Kremið hentar sérstaklega þurri, viðkvæmri og blandaðri húð og notast bæði kvölds og morgna á eftir nætur serumi.  Maskinn er ótrúlega skemmtilegur en það er afskaplega auðvelt að bera hann á og endurnýjar hann rakabirgðir húðarinnar og styrkir hana til að koma í veg fyrir ertingu með lactobacillur gerjum. Róar húðina og kemur í veg fyrir sýnileg ertingareinkenni með Mega Mushroom formúlunni. Ég leyfi maskanum að liggja á húðinni í um það bil 20 mínútur og þvæ síðan burt með rökum þvottapoka.

Origins vörurnar fást í verslunum Hagkaupa & Lyfju / og hér

 

TAX FREE “SUMMER” MUST HAVES

Þó að ég sé stödd erlendis þá bara verð ég deila með ykkur þeim vörum sem ég myndi næla mér í á fríhafnardögum í Hagkaupum um helgina. Að sjálfsögðu myndi ég næla mér úr lakk + gel yfirlakkið frá Essie úr Favorite Nudes línunni þar sem ég er nú andlit línunnar. Lakkið sem yrði fyrir valinu hjá mér er liturinn Eternal Optimist en hann er fagurbleikur með ferskju undirtón. Ég hef notað hann mikið upp á síðkastið en hann er að mínu mati bjartasti og sumarlegasti liturinn í línunni. Undanfarið hef ég einnig notað mikið nýju sjálfbrúnkufroðuna frá St. Tropez. Hún inniheldur mest megnis vatn og er þetta eina froðan sem mér finnst lykta guðdómlega eða eins og sólríkur dagur einhverstaðar í Karabískahafinu. Froðuna þarf ekki að drífa sig að skola af og þess vegna er hún einstaklega þægileg á ferðalögum eða þegar líður aðeins lengra á millu sturtuferða. Hún gefur fallegan miðlungslit og ber ég hana á með hanska. Skemmtileg tilbreyting frá þessari hefðbundnu eða Express froðunni frá St. Tropez. Þar sem ég er stödd erlendis hef ég verið að nota sömu húðvörurnar í yfir 10 daga og verð að segja að ég þrái ekkert heitar en að taka gott húðdekur þegar ég kem heim. Ég pakkaði engu með mér nema andlitshreinsi og klassísku rakakremi og er löngu kominn tími á góða djúphreinsun. Ég nota Supercleanse hreinsinn frá Glamglow og í kjölfarið Supermud maskann til að tryggja að húðin sé tandurhrein. Inn á milli möskunar finnst mér gott að grípa í hreinsinn í sturtunni en hann er einskonar 1 mínútna útgáfa af maskanum. Til gamans má geta er 15% auka afsláttur af Glamglow vörum um helgina svo ég mæli með að fylla á birgðirnar ef að þið notið einhverjar vörur aftur og aftur.

Nýjungarnar frá Origins eru ekki af verri endanum og get ég ekki beðið eftir að komast heim og prófa nýja maskann úr sveppa línunni sem var hönnuð í samstarfi við Dr. Andrew Weil. Línan inniheldur 5 bráðskemmtilegar vörur sem innihalda allar nokkrar mismunandi gerðir sveppa. Sveppir eru þekktir fyrir að koma í veg fyrir ertingu í húð og endurnýjar maskinn rakabirgðir húðarinnar ásamt því að styrkja hana. Róar húðina og kemur í veg fyrir ertingareinkenni. Línan er ótrúlega spennandi og hlakka ég til að prófa hana með ykkur þegar ég kem heim.

Síðast en ekki síst þá er ljómi lykilatriði fyrir sumarið og þess vegna set ég tvær vörur frá uppáhalds merkinu mínu Becca á listann. Að sjálfsögðu set ég þar Back Light Priming Filter primerinn sem að ég nota næstum daglega. Primerinn gefur húðinni guðdómlegan ljóma og nota ég hann alltaf undir farða ef ég er að fara eitthvað. Hann hentar öllum húðgerðum en það er auðveldlega hægt að nota hann í því magni sem hentar þér. Sumir kjósa mikinn eða lítinn ljóma en ég nota yfirleitt eina til eina og hálfa pumpu á allt andlitið eftir að ég ber á mig krem og áður en ég set á mig farða. Síðan er þessi fallegi bronzer glænýr frá merkinu en það er eiginlega skylda að eiga fallegan bronzer yfir sumartímann. Vörurnar frá Becca standa alltaf fyrir sínu og hlakka ég til að skarta þessum í sumar. Hann kemur í tveimur litatónum svo allir ættu að finna einn við sitt hæfi.

 

BRAND AMBASSADOR FOR ESSIE

Í fyrsta sinn á Íslandi var valinn svokallaður Brand Ambassador eða sendiherra fyrir vörumerkið essie. Essie er eitt vinsælasta naglalakkamerki í heiminum og þekkið þið það vel ef að þið hafið fylgt mér lengi. Það er mér sannur heiður að segja frá því að ég var valin sem sendiherra merkisins hér á landi enda mikill essie aðdáandi eins og þið vitið. Með þessu samstarfi bætist ég við í stóran hóp bloggara en til dæmis hefur norski bloggarinn Camilla Pihl verið sendiherra merkisins þar í landi. Þetta er eitt það skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið að mér en fyrsta verkefnið var að sitja fyrir herferð merkisins fyrir vörulínu sem heitir Favorite Nudes. Línan passar mér ansi vel þar sem þetta eru allt mínir uppáhalds litir.

Favorite Nudes línan samanstendur af: Mademoiselle, Lady Like, Eternal Optimist, Not Just a Pretty Face, Chinchilly og Topless & Barefoot. Litirnir eru nú þegar fáanlegir hjá essie um allt land en í tilefni herðferðarinnar verður þeim stillt upp saman í standinum og fer andlitið mitt líklegast ekkert framhjá ykkur. Það tók heilan dag að mynda herferðina en það eru nokkrar glæsilegar konur sem gerðu þetta allt að veruleika. Ég er ótrúlega stolt af því að fá að kalla mig sendiherra merkisins og hlakka ég til að segja ykkur frá framhaldinu!

Hér er ég með litinn Chinchilly

Liturinn Topless & Barefoot sem er stjarna línunnar

Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir

Hár: Sara Dögg Johanssen

Stílisti: Hulda Halldóra Tryggvadóttir

Aðstoðarmaður stílista: Victoria Gothwell

Naglaásetning: Ester Ósk Steinarsdóttir

Vörurnar fékk ég að gjöf // Perfect Mate myndaður með Bon Boy-Age

ESSIE SPRING 2018 COLLECTION

Vorlína Essie samanstendur af sex guðdómlegum litum (5 myndaðir) sem eru fullkomnir fyrir vorið. Litirnir eru hver öðrum fegurri og á ég nokkur uppáhöld. Línan sækir innblástur sinn til bátsferða og bera allir litirnir ansi skemmtileg nöfn eins og: perfect mate, bon boy-age, anchor down, stripes and sail og at the helm. Essie svíkur engan og finnur alltaf upp á frábærum nýjum litum til að bæta við litaúrval sitt hverju sinni. Á vorin finnst mér gaman að sleppa aðeins takinu og prófa lökk í óvenjulegum litum eins og bláum og grænum tónum. Vorið býður upp á svo marga möguleika og er ég búin að prófa næstum alla litina úr línunni. Essie stenst alltaf þær kröfur sem ég geri til naglalakka og endast þau og endast ef að maður undirbýr neglurnar vel og vandlega með öðrum vörum frá merkinu. Ég ætla að leyfa þessari færslu að vera í styttri kantinum en ég hef stórar fréttir að færa ykkur í samstarfi við Essie í byrjun maí mánaðar og hlakka mikið til.

Litirnir frá vinstri: Stripes and sail, Perfect mate, Bon Boy-Age, Anchor Down og At the Helm


Looking for Something?