Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/earth-friendly-baby/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

earthfriendlybaby

Ég hef löngu ætlað að fjalla um vörurnar sem fyrirtækið Lansinoh framleiðir sem heita Earth Friendly Baby. Okay, nú er ég sjálf ekki ungbarn né á ég eitt. Ég er 24 ára og er barnauppeldi ekki á döfinni hjá mér. En, þessar vörur uppgvötaði ég því að ég hanna auglýsingar fyrir fyrirtækið. Ég er alin upp við að nota brjóstakremið frá Lansinoh á öll sár, varaþurk og sólbruna. En ég er stundum spurð útaf því að ég fer í bubblubað á hverju einasta kvöldi hvaða vörur ég noti nú eiginlega í baðkarið? Undanfarið hef ég verið að fjalla oft um að ég nota ekki vörur sem innihalda paraben og nú bjóða fleiri og fleiri vörumerki upp á að vera SLS free (Sodium Lauryth Sulfate) og er það efnið sem ég er með ofnæmi fyrir. Og jú heppnin er með mér- þessar vörur innihalda hvorugt! Ég skil bara ekki að nota vörur með þessum slæmu innihaldsefnum þegar maður kemst hjá því að geta það ekki. Alla mína ævi hef ég reynt að sneiða hjá þessum efnum en það hefur ekki verið hægt fyrr en nú og því ég mjög ánægð með framfarir í snyrtivöruheiminum.

Uppáhalds ilmurinn minn úr línunni er Happy Mandarin og nota ég bubblubaðið og sturtusápuna daglega. Finnst mjög fyndið að nota vörur fyrir ungbörn en mmm þetta er það besta sem ég veit. Lavender er líka svo gott í baðið fyrir góðan nætursvefn. Vörurnar státa sig að því að vera með bæði náttúruleg og lífræn innihaldsefni. Og svo ég taki dæmi þá inni heldur Happy Mandarin bubblubaðið t.d. Aloe Vera, Lavender, Hibiscus (sem hjálpar við að hægja á öldrun húðarinnar), Poppy Extract, Mandarin olíu sem er sótthreinsandi og margt margt fleira. Þegar ég vil fara í algjört dekur dekur bað set ég 2 dropa af shea butter olíunni út í vatnið og húðin verður eins og silki. Olían inniheldur Shea Butter sem verndar húðina gegn sól, Sólblómafræ, sesame olíu og fleiri omega fitusýrur. Maður gæti liggur við borðað þessa olíu? Það hlýtur að vera í lagi..ekki það að ég ætli að vera sú fyrsta til að prófa það.

Vörurnar eru ekki prófaðar af dýrum og eru samþykktar af Vegan og Vegetarian samtökunum.

Vörurnar fást í öllum apótekum og mæli ég með þeim fyrir bæði unga jafnt sem aldna! (Amma mín notar þessar vörur líka!) Þær eru líka á góðu verði og ættu að vera á hvers manns færi- okay já þær eru líka svo sætar.


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/topp-tiu-snyrtivorur/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

10hlutir

Í tilefni Konukvölds í Smáralind í dag og langt fram á kvöld. Þá langaði mig að segja ykkur frá þeim vörum sem ég væri að fara að kaupa mér nú ef ég væri ekki í kaupbanni (sem gengur jú mjög vel!). Topp tíu hlutir sem eru alltaf í snyrtibuddunni og ég kaupi aftur og aftur. Sumar snyrtivörur klárar maður og sumar ekki. Þetta eru allt vörur sem ég mæli með 100% og get lofað að muni ekki bregðast þér og flestar hef ég notað í mörg ár. Ég reyni yfirleitt að kaupa vandaðar förðunarvörur og vil ekki setja hvað sem er á viðkvæmt andlit. Þessar vörur ættu að henta hverjum sem er til að nota dagsdaglega- jæja byrjum.

1. BareMinerals hyljari sem er ótrúlega þunnur, silkimjúkur og þurkar augnsvæðið ekki neitt.

2. BareMinerals kinnalitur í litnum Aphrodisiac- ég nota þennan á eplin á kinnunum á hverjum einasta degi.

3. Smashbox browkit – ég fer ekki útúr húsi án þess að nota þetta og þessi vara er eitthvað sem ég klára alltaf og hef örugglega keypt aftur tíu sinnum.

4. Not So Dark augnblýantur frá Make Up Store – þessi er í uppáhaldi hversdags því hann er með smá sanseringu og er því ekki svart svart svartur eins og blautur eyeliner.

5. Matt Foundation frá Make Up Store – uppáhalds meikið mitt í litnum Vanilla. Ég mun aldrei hætta að nota þetta- henter mér fullkomið. Færð það hér.

6. Rosso Asagio marmara augnskuggi frá Make Up Store – þennan get ég notað bæði hversdags og spari og er því alltaf innan handar. Þarf bara einn augnskugga til að skyggja og allt.

7. BareMinerals Mineral Veil –  þunnt og  litlaust steinefna púður sem ég nota þegar ég er með meik.

8. Sensai Bronzing Gel – ég er nýbúin að uppgvöta þessa vöru og skal lofa þér því að ég kaupi meira þegar ég klára brúsann sem ég er á núna. Set undir meik þegar ég er að fara fínt og á kvöldin.

9. Rihanna fyrir MAC kinnaliturinn minn sem ég elska en nota hann eiginlega sem sólarpúður undir kinnbeinin og til að skyggja aðeins. Mun gráta þegar hann klárast.

10. Volume Mascara frá Make Up Store – besti maskari í heimi. Lengir, þykkir og bætir.

Það verða skemmtileg tilboð á konukvöldinu í Smáralindinni í kvöld og verða förðunarfræðingar og Make Up artistar frá merkjunum á staðnum. Persónulega ætla ég að kíkja í Make Up Store og bareMinerals standinn. Ég fæ margar spurningar um hvað ég nota undir farða, yfir farða og hvaða farða. Ég fékk ráðleggingar frá stelpunum í Make Up Store að Matt foundation hentaði mér best og jú heldur betur gerir hann það. Ég þarf alveg olíulausan farða en það eru auðvitað fullt af förðum í boði svo ég mæli með að fá ráðleggingar- ég er líka mjög ánægð með farðann frá Sensai og Smashbox.

bareMinerals er með kossakeppni fyrir utan Hagkaup á Konukvöldinu og fer vinningshafinn heim með verðlaun að verðmæti 30.000 kr frá merkinu – alls ekki slæmt.

 


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/dream-combo/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

IMG_0547
Ég hef lengi mælt með því að þurrbursta húðina með kaktus burstanum frá Body Shop og þetta er eitthvað sem maður verður gjörsamlega háður að gera (get ekki útskýrt hvað mér finnst gott að bursta yfir sköflunginn og kálfana!). Ég sé þessa aðferð verða þekktari og þekktari í bjútíheiminum hið ytra og sé að erlendu bjútíbloggararnir sem ég les bloggin hjá eru byrjaðir á þessu líka. Það er ótrúlegur munur aftan á rassinum á mér og lærum eftir að ég byrjaði að þurrbursta mig reglulega- ég lofa (vildi að ég myndi þora að sýna ykkur muninn!).

En leyni trikkið sem mig langar að segja ykkur frá- sem ég frétti frá vinkonu á æfingu er að bera á sig Tummy Fix gelið frá Nip+Fab eftir á. Jú þetta er þykkasta kremið og með mestu virknina af kreminum í þessari línu. Ég var ansi ánægð að heyra þetta því auðvitað leyndist kremið inní skáp hjá mér og langaði mig að deila þessu með ykkur. En þetta krem er geggjað að bera á handleggina, fætur og allstaðar sem þú þurrburstaðir þig. Kremið styrkir húðina og hjálpar við að stinna slappa húð. Ekki hugsa um að gelið heiti Tummy Fix- ef þú mátt setja það á magann á þér máttu setja það allstaðar annars staðar það er bara með mestu virknina af öllum kremunum í Fix línunni frá Nip+Fab og hafa konur séð ótrúlegan mun. Þetta er æðislegt að gera á sama tíma og þú ert að æfa mikið og vilt sjá frábæran árangur. En það er mikilvægt að hugsa vel um húðina svo að hún endi ekki slöpp ef þú missir nokkur kíló. Núna er ég í persónulegu þurrburstanar átakti og ætla ég að bursta vel annan hvern dag og létt hina dagana á móti- hlakka til að sjá slétta, mjúka og “glowing” húð eftir nokkrar vikur.

Ég gjörsamlega elska Nip+Fab vörurnar og nota ég þær ótrúlega mikið. Mæli með þeim fyrir alla og svo eru þær líka á svo frábæru verði. Þú færð Nip+Fab í næstu verslunum Lyfju og Kaktus burstann góða færðu í the Body Shop (kaupið þennan eins og á myndinni hjá mér- ekki hringlaga týpurnar þær eru ekki með ekta hárum). Ef þú býrð erlendis eða nennir ekki út í búð þá fæst Nip+Fab Tummy Fix gelið á Asos hér.

The Body Shop Cactus Body BrushNip+Fab Tummy Fix Gel


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/new-in-volume-mascara/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

volumemascara
Ég er búin að vera að prófa þetta combó síðan á laugardaginn- og ég er ótrúlega hrifin. Eyddi svo hálfum deginum í að reyna að taka ásættanlega fyrir og eftir mynd af augunum á mér en því miður gekk það bara alls ekki neitt. Lofa samt sem áður mynd sem fyrst- því þessi maskari er ótrúlegur! Stelpurnar í Make Up Store voru búnar að segja mér frá honum og létu mig vita um leið og hann kom í búðir. Ég nældi mér í tvo, einn fyrir mig og einn fyrir bestu vinkonu mína. Ég er með mjög lítil og aumingjaleg augnhár og ég fæ alveg svona “spidery” augnhár af því að nota hann og svo er ekkert mál að bæta annari umferð af honum til að fá þykktina. Maskarinn er á 4.290 í Make Up Store og ég myndi drífa mig ekki seinna en núna að næla mér í hann. Einu orði sagt – Geggjaður!

Nældi mér svo líka í augnfarðahreinsi sem er algjör snilld. Ég er ótrúlega hrifin af þessum litríku olíu hreinsi vörum frá Make Up Store því þær henta húðinni minni svo vel. Búin að nota Cleansing Oil frá þeim núna síðan í október og dýrka hana. Svo það átti vel við að bæta grænum lit í safnið og bleyti ég bómul í smá heitu vatni og bæti svo örlitlu af olíunni á og nudda svo augnfarðann burt. Það er bæði agúrka og aloe vera í olíunni sem hreinsar burt óhreinindi í kringum augun og er á samatíma rakagefandi og kælandi. Agúrkan á líka að minnka poka sem myndast við augu svo þetta er bara meiriháttar snilld. Olían er á 5.990 og er mjög drjúg, þarft bara einn lítinn dropa ef þú blandar í heitt vatn.


Looking for Something?