WANTED: WHITE PAJAMA SHIRT

Stundum fær maður einhverja flugu í höfuðið og verður að finna flíkina sem manni dreymir um. Í augnablikinu dreymir mig um skjannahvíta skyrtu í náttfatastíl en venjulegir skyrtukragar fara mér ekki vel en svona opnir gera það. Mig langar að hafa hana nægilega síða. Svörtu smáatriðin á þessari hægra megin gera skyrtuna mjög náttfatalega og ég fýla það í tætlur. Ég elska þunnar fallegar blússur og langar að klæðast þeim við nýja gráa Selected jakkann minn og þröngar svartar gallabuxur. Ég læt líklegast verða að því að panta aðra hvora þessa en ég mátaði nokkrar hvítar skyrtur í Smáralind í dag en fann enga sem hentaði mér vel en þær voru allar með venjulegum skyrtukraga. Þessar skyrtur fann ég báðar á síðunni Asos en mér finnst lang þægilegast að panta fatnað þar. Auðvelt og þægilegt, kannski einum of auðvelt stundum.  Skyrtur í þessum náttfatastíl er að finna allstaðar og finnst mér þetta æðislega skemmtilegt trend. Þessi færsla fær þann heiður að vera færsla númer 1.000 hér á thorunnivars.is. Það er ekkert smá sem maður er búinn að skrifa haha.

Síð hvít skyrta hér – Hvít skyrta með svörtu hér

Save

Kjólinn keypti ég sjálf.

ON ITS WAY: MISSGUIDED DRESS

Um daginn lá ég yfir hinum helstu netverslunum þangað til að ég mundi að Alexsandra vinkona mín hafði pantaði sér þennan fallega plómulitaða kjól. Ég kolféll alveg fyrir honum og varð að panta mér einn í minni stærð. Ég er á leið á árshátíð í febrúar og langaði mig að finna einhvern hlutlausan en fallegan kjól ti lað fara í. Þessi verður flottur við smart hæla og dramatíska förðun. Ég er ástfangin af svona kjólum sem í raun hylja allt en ég er afskaplega lítið fyrir að hafa allt opið og bert. Þetta er akkurat minn litur og ég hlakka til að fá hann í hendurnar. Ég pantaði hann af Asos en hann er frá merkinu Missguided og fæst kjóllinn einungis á Asos hér.

Save

Save

ASOS WISHLIST

Ég er aðeins búin að liggja inn á Asos að skoða mér fallega kjóla fyrir árhátíð sem ég er að fara á í febrúar. Yfir mig heilluð af þessum myntugræna og fölbleika en get ekki valið á milli. Enda örugglega á því að panta mér báða. Rakst síðan á þessa fallegu fölbleiku kápu sem mætti vel verða mín en með henni fylgir band til að hafa í mittið. Ég er að fara til Boston í stopp á mánudag og ef ég finn ekkert þar panta ég mér kjólana að minnsta kosti. Þessi græni hentar mínum líkama rosalega velog svona band í mittið. Ég elska kjóla með smá ermum og sem ná niður á hné. Svo kvenlegir og fallegir. Ég læt fylgja með linka á fötin hér fyrir neðan.

 

 

Fölbleikur kjóll hér – Myntugrænn kjóll hér – Fölbleik kápa hér

Save

Vöruna keypti ég sjálf

UPPÁHALDS FLÍKIN MÍN: NIKE PULLOVER

Ákvað að sýna ykkur uppáhalds flíkina mína sem er mikið notuð í augnablikinu. Ósköp einföld hettupeysa sem gerir lærdóminn og veikindin sem hrjá mig ögn bærilegri. Hlý, góð og nær vel upp í háls. Hún er ótrúlega mjúk og þykk og myndi segja að stærðin á henni sé í minni kantinum. Ég tók hana í stærð small en hún hefði ekkert verið verri í medium. Mér finnst hún bæði töff við leðurlíkisbuxur eins og á myndunum en einnig við æfingabuxur. Ég pantaði hana af Asos í nóvember en hún lét nú ekki á sér kræla fyrr en í byrjun desember. Ég hlakka til að kúra í henni í vetur eftir flug enda fullkomin peysa til að skella sér í þegar það er kalt. Langaði bara að skrifa örstutta færslu og sýna ykkur hana vegna þess að hún hefur verið uppseld á síðunni í nokkurn tíma en nú sá ég að allar stærðir voru til.

Þú færð Nike Pullover hér

Save

Save

Save


Looking for Something?