BREAKFAST IN BED


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/breakfast-in-bed/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

Færslan er unnin í samstarfi við Hatting.

BREAKFAST IN BED

Uppáhalds morgunmaturinn minn síðasta ár hefur verið avocado toast og rjúkandi heitur kaffibolli. Á Snapchat í morgun sýndi ég lesendum hvernig ég bý til hið fullkomna avocado toast en vanalega stappa ég avocadoinn en þessi var ekki orðinn alveg nógu þroskaður til þess. Núna hef ég verið að nota súrdeigsbrauðbollurnar frá Hatting. Þau eru bökuð í steinofni með sömu tækni og hefur verið notuð í yfir 3000 ár. Steinofnsbakstur er öðruvísi en venjulegur bakstur að því leyti að hinn hái hiti steinsins gerir skorpuna sterka og stökka og helst rakinn betur inn í brauðinu. Þess vegna koma þessar bollur út úr ofninum mínum mjúkar að innan en stökkar að utan. Alveg eins og ég vil hafa þær. Ofan á þær smyr ég síðan rjómaosti, legg yfir avocado sem ég krydda síðan með cayenne pipar og himalaya salti og strái síðan söxuðum tómat yfir. Kaffibollinn í dag var vanillubolli frá Nespresso sem tónar vel við. Ég mæli með því að gera vel við sig á frídögum (eins og þessi mánudagur er hjá mér í dag) og fá sér yndislegan, bragðgóðan og líka fallegan morgunverð. Ég vel alltaf súrdeigsbrauð fram yfir önnur vegna þess að mér finnst þau í fyrsta lagi mun bragðbetri en líka vegna þess að þau eru auðmeltanlegri, rík af B vítamínum og margt margt fleira. Ég keypti allt hráefnið sem ég talaði um í Krónunni.

Þú þarft:

Hatting Súrdeigsrúnstykki
Rjómaost eða létt smurost
Avocado (hægt að stappa eða skera)
Tómat
Cayenne Pipar
Salt

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?