BESTU VÖRURNAR Í MARS


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/bestu-vorurnar-i-mars/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

bestofmarch

BESTU VÖRURNAR Í MARS

Það er ekki alltaf jafn auðvelt að finna út úr því hvaða vörur stóðu upp úr síðastliðinn mánuð. Sumar eignaðist ég fyrir löngu löngu og byrjaði að nota aftur eða er búin að prófa frekar lengi og hafa fests í rútínunni hjá mér. Tvær vörur sem voru fyrstar á listann voru hárvörurnar þar sem ég hef tekið eftir að ég teygji mig bara í þessar tvær vörur í “hárvöruskápnum” mínum. Ég spreyja Frizz Control frá MoroccanOil í bæði blautt og þurrt hárið og nuda svo vel í. Bjargar mér alveg en ég er með ótrúlega “frizzy” hár þessa dagana. Þessi vara heldur því algjörlega í skefjum enda margföld verðlauna vara. Í þurrt hárið ber ég alltaf nýja gyllta Blow-Out efnið frá Bed Head. Gerir ótrúlega flottan glans og byrjar ég alltaf að setja það í ljósu endana mina og set svo restina í svarta hárið. Hárið verður silkimjúkt, glansandi og fínt eftir á.

Af einhverjum ástæðum fór ég aftur að nota Dior Star farðann minn og hef ég sjaldan sé jafn fallega áferð á farðanum mínum. Ég ber hann á með Sigma Flat Kabuki burstanum og nota um tvær pumpur. Fjallaði um þennan farða í desember og hætti fljótlega að nota hann. Síðan sá ég endalaust fjallað um hann aftur og aftur og ákvað því að prófa aftur. Ég varð sko alls ekki svikin. Ég er búin að segja ykkur nokkrum sinnum frá því að ég sé að nota Brow Powder Duo frá Anastasia Beverly Hills í augabrúnirnar í litnum Granite. Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að gera augabrúnirnar fínar. Ég stalst í MAC í síðustu viku og nældi mér í einn virkilega fallegan kinnalit úr Julia Petit línunni. Ég hef ekki hugmynd um hvort að allar vörurnar eru uppseldar en ég elska þennan kinnalit þar sem hann virkar sem bronzer líka. Með örlitlu magni kemur æðisleg hlýja í andlitið. Alltaf gaman að eiga svona Limited Edition vöru.

Mary-Lou Manizer frá The Balm var búinn að vera á mínum óskalista lengi. Hann sveik mig sko ekki og er þetta einn fallegasti highlighter sem ég hef augum litið. Maður þarf ör ör lítið og nota ég mjög stóran bursta til að dreifa honum fallega á kinnbeinin. Ef þú setur of mikið verðuru alveg eins og diskókúla svo það borgar sig að fara sparlega með hann. Varalitinn frá bareMinerals í litnum Break Away eignaðist ég fyrir stuttu síðan og var ég að reyna að finna varalit sem væri líkur litnum mínum frá Nars sem allir eru að spyrja um. Hann og Break Away gætu verið systkini en þessi er örlítið brúnni og minna bleikur en samt sem áður virkilega fallegur.

Síðast en ekki síst verðum við að ræða aðeins Glamorous augnhárin frá SocialEyes sem ég er yfir mig ástfangin af. Notaði þau tvisvar í mars og á alveg nokkur skipti eftir. Þetta eru sko augnhár sem ég verð að eiga til nokkur stykki af á lager. Var með þau á miðvikudag og fékk fullt af hrósum fyrir náttúruleg en glamorous augnhár.

MoroccanOil Frizz Control* – Blow-Out frá Bed Head* – Dior Star farði* – Brow Powder Duo frá Anastasia fæst hér* – MAC Julia Petit kinnalitur í litnum Linda – Mary-Lou Manizer frá The Balm fæst hér* – Break Away varalitur frá bareMinerals* – Glamorous augnhár frá SocialEyes fást hér (uppseld í augnablikinu)
Untitled-11

Stjörnumerktar vörur fékk greinarhöfundur sem sýnishorn.
Þessi umfjöllun er ekki kostuð.

Comments

 1. Ragna Helgadóttir
  April 5, 2015 / 10:03

  Hver er helsti munurinn á Dior Star farðanum og FUSION INK FOUNDATION frá YSL? Ég elska farðann frá YSL og er bara að pæla hvort þessi frá Dior sé eitthvað sem ég á að skoða 🙂
  Einnig, hefurðu prófað farðann frá Dior sem virkar líka sem serum? Minnir að hann heiti Dior air…

  • April 5, 2015 / 11:40

   Hæ sko já. Dior Star farðinn er miklu meira eins og venjulegur farði eins og við þekkjum hann á meðan fusion ink frá YSL er minn uppáhalds og hann er mun þynnri.

   Dior Nude Air farðinn er snilld líka..get eiginlega ekki valið á milli nema ég mæli með að taka einum tón ljósari af honum þar sem hann oxast 🙂

   Allir geggjaðir :O

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?