BEDROOM DETAILS


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/bedroom-details/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

bedroomdetails

BEDROOM DETAILS

Gærdagurinn fór í lítið annað en að breyta heimilinu. Eins og ég sagði ykkur frá um daginn er ég með ótrúlega mikla þörf til að gera fínt í kringum mig í augnablikinu. Búin að gera hluti sem ég hef lengi ætlað að gera og er mjög spennt fyrir loka útkomunni. Nú mætti segja að svefnherbergið sé orðið eins og ég vil hafa það en svefnherbergið okkar er afskaplega lítið en er með mjög góðu skápaplássi. Það er mjög erfitt að mynda fyrir ykkur svefnherbergið vegna þess að ég næ því aldrei öllu inn á mynd því það er svo lítið en ég fjárfesti í flottum lömpum úr IKEA í gær og raðaði síðan fallega á náttborðin. Náttborðin voru bæði orðin alltof troðin af einhverju dóti og losaði ég mig við helling sem var á þeim. Núna fær nýji fallegi Normann Copenhagen fuglinn minn að njóta sín. Það er allt í hvítu, bleiku, gráu og gullituðu í svefnherberginu en mér finnst alltaf gott að hafa smá þema.  Næst á dagskrá er að fjárfesta í fallegu rúmteppi sem fer yfir allt rúmið en ég er bara með hálfa stærð núna sem fer yfir það hálft. Hér glittir aðeins í nýja fallega HAY Dot púðann minn sem foreldrarnir gáfu mér í afmælisgjöf en ég ferjaði hann með mér frá Kaupmannahöfn. Næst á dagskrá er að skipta um spegla í andyrrinu og svefnherberginu og þá held ég að ég verði virkilega sátt.

Púðaver úr H&M Home – Dot Púði frá Hay fæst í Epal – Ranarp lampar úr Ikea
Sænguföt frá Lín Design – Náttborð frá Ikea – Shorebird frá Normann Copenhagen

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Comments

 1. dísa
  September 12, 2016 / 19:14

  ótrúlega fallegt allt hjá þér 🙂
  liturinn á veggnum, hvað litur er þetta? 🙂

  • September 12, 2016 / 21:01

   Hæ þessi litur er úr húsasmiðjunni og er frá Lady og heitir Lady Pure Color 9913 Matrix 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?