Færslan er unnin í samstarfi við Gucci og ilminn fékk ég að gjöf.

MY FALL SCENT: GUCCI BLOOM

Gerast ilmvatnsglösin mikið fallegri? Það fyrsta sem fangaði augun mín voru minimalískar umbúðirnar og síðan kom ilmurinn. Á haustin finnst mér gaman að breyta til og byrja jafnvel upp á nýtt. Setja mér markmið, skipta út fötum í fataskápnum og jafnvel fá sér nýjan ilm. Ilmurinn sem ég ætla að segja ykkur frá í dag ber nafnið Gucci Bloom en hann er hannaður af Alessandro Michele fyrir Gucci. Gucci ilmirnir hafa lengi verið í hávegum hafðir hjá mér og hlakka ég til að leyfa ykkur að kynnast honum enn betur. Flaskan eins og sér er stofustáss en hún er lökkuð í fallegum fölbleikum lit og líkist helst postulíni. Eins og nafnið gefur til kynna er ilmurinn klassískur blómailmur en hann var valinn besti ilmur ársins af Allure tímaritinu. Hann samanstendur af jasmín, náttúrulegri túburós og rangoon creeper sem er sjaldgæft blóm sem finnist í suður Indland og er í fyrsta skipti notað í ilm. Ilmurinn klæðir hina klassísku Gucci konu með blöndu af blómum og dýpt sinni og flytur hann mann í dýrindis blómagarð sem umvefur mann með blómum. Þess má geta að það fæst sturtusápa og bodylotion í stíl við ilminn.

Nótur: Jasmín, Túburós og Rangoon Creeper

 

 

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Oysho Cloud Pajamas hér & hér // Oysho Gold Chick robe hér // Oysho what a melon náttfata sett hér (Allar vörurnar keypti ég mér sjálf).

NEW IN: OYSHO LOUNGE WEAR

Það er komið kósýfata season og eins og ég hef sagt ykkur áður þá elska ég vörurnar frá spænska merkinu Oysho. Ég hoppaði hæð mína þegar ég sá að vörur frá merkinu fást inn á Asos. Það var nefnilega engin leið fyrir mig að nálgast vörurnar nema að gera mér ferð til Spánar. Mér fannst það svolítið langsótt en ég er búin að panta mér þó nokkrar vörur frá merkinu og senda hingað heim. Núna bíð ég spennt eftir skýjanáttfötunum og náttsloppnum en minn þarfnaðist endurnýjunar. Í vetur verður ískalt í stoppunum í ameríku og þá er þörf á hlýjum og góðum náttfötum og á morgnanna þegar ég tek mig til fyrir flug er gjörsamlega og frjósa og það er ekkert betra en að taka sig til og sötra einn heitan kaffibolla í nýjum náttslopp. Vörurnar frá Oysho eru ótrúlega áferðarfallegar, mjúkar og hlýjar. Ég elska að sofa í náttfötunum en þau eru flest þunn, mjúk en endingargóð. Ég nota mikið einn náttsamfesting sem ég á frá merkinu ásamt öðrum æðislegum flíkum sem hafa verið í stanslausri notkun síðan ég festi kaup á þær. Ég stend mig að því daglega að fara inn á Asos og slá inn Oysho til að athuga hvort að það sé eitthvað nýtt komið frá merkinu en núna langar mig mest í náttfötin sem hún er í innan undir náttsloppnum.

Save

Save

SaveOUTFIT: MAD ABOUT PLAID

Mér finnst fátt skemmtilegra en að klæða mig á haustin og ef að þið hafið fylgst með mér lengi þá vitiði að þetta er sá tími árs sem ég lifna öll við. Á þessum tíma finnst mér langt skemmtilegast að klæða mig og leika mér með efni, áferð og liti. Við vinkonurnar nýttum tækifærið þegar við sáum hvað það var fallegt úti eftir að hafa farið á viðburð í IKEA og ákváðum við að taka nokkrar myndir í miðbænum. Við vorum ekki lengi að velja stað en Sand Hótel í miðbænum er ótrúlega fallegt en erlendir ferðmenn ráku upp ansi stór augu þegar við byrjuðum að mynda.  Það er ansi hentugt að eiga vinkonu sem að nennir að taka af manni myndir og ég sömuleiðis af henni í leiðinni (bloggið hennar er: www.alexsandrabernhard.com). Þessi síði tvíhneppti jakki úr Zara er búin að vera mín uppáhalds flík undanfarið en það er hægt að nota hann við svo margt. Alveg svarta samsetningu eins og þessa eða yfir hvítar skyrtur og jafnvel ljósar gallabuxur. Þar sem ég geng mikið i svörtu finnst mér gaman að lífga aðeins upp á dressið með flíkum í jarðlitum á haustin. Á meðan það er ekki orðið of kalt get ég ennþá notið mín í buxum í styttri kantinum og við lágbotna ökkla skó en í vetur myndi ég fara í síðari buxur og skó sem ná hærra upp.

Blazer jakki úr Zara – Buxur úr Selected – Toppur úr Vila – Skór frá Vagabond – Veski frá & Other Stories – Úr frá Daniel Wellington

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf. Aðrar keypti ég mér sjálf. // Vörur merktar með 🐰 eru cruelty free

THE SKINCARE ROUTINE MADE SIMPLE

Mig hefur lengi dreymt um að skrifa svona færslu þar sem myndirnar segja meira en þúsund orð. Ég er svo mikið fyrir allt sem að gleður augað og mildar myndir sem lýsa húðumhirðu rútínunni minni i örfáum skrefum er draumurinn. Þetta er mín klassíska rútína sem ég notast við á hverjum einasta degi og vörurnar hef ég keypt aftur, aftur og aftur. Ég myndi segja að þetta væri ótrúlega hlutlaus rútína sem myndi henta flestum og inniheldur hún skref sem allir ættu að vera að gera. Þú ert aldrei of sein að koma þér upp smá húðumhirðu rútínu en þess má geta að það tekur mig bara um fimm mínútur að gera öll skrefin. Í færslunni eru vörur sem að ég nota og fást því miður ekki allar hér á landi en það eru til fullt af sambærilegum vörum hér heima. Ég leitast eftir því að gefa ykkur hreinskilnar skoðanir af vörum og sýni ykkur alltaf vörur sem ég mæli með og nota sjálf og þess vegna vil ég líka kaupa vörur og prófa allt það sem er til á markaðnum og blanda saman hér bæði því sem ég kaupi mér og fæ að gjöf. Ég vil alltaf segja ykkur frá því nýjasta, flottasta og besta sem er til hverju sinni. Í dag ætla ég að deila með ykkur hinni klassísku húðumhirðu rútínu: cleanse, tone and moisturize.

 


CLEANSE

Skref 1: Farðahreinsun

Uppáhalds varan mín til að hreinsa farða af húðinni eftir langan vinnudag er Clinique Take the Day Off salvinn. Það er ekkert betra en að nota hann á morgnanna þegar ég kem heim úr löngum flugum og hef verið förðuð í yfir 12 klukkustundir. Ég tek smá af salvanum á puttanum og dreifi á þurra húðina og á örskotstundu bræðir hann allan farða áreynslulaust af húðinni. Það þarf ekki að nudda harkalega eða strjúka bómul endalaust til þess að hreinsa heldur tekur það bara smá nudd og hringlaga hreyfingar til að hreinsa farðann af. Þegar mér líður eins og farðinn sé laus af yfirborði húðarinnar skola ég salvann af með volgu vatni. Clinique Take the day off salvinn fæst í verslunum Hagkaupa og apótekum um allt land.

Skref 2: Andlitshreinsun

Ég er alltaf með nokkra húðhreinsa í gangi í einu en þessi gelkenndi hreinsir frá Oskia hefur verið í mikilli notkun hjá mér upp á síðkastið. Fyrir mér er hann ósköp hlutlaus en innihaldsefnin eru það sko alls ekki. Hann inniheldur graskers ensím sem hreinsar upp úr svitaholum og losar dauðar húðfrumur frá húðinni, A vítamín sem hjálpar til við að endurbyggja húðina eftir sólarskemmdir ásamt vítamín C og E. Ég nota hann þegar ég vil góða og milda hreinsun og er ótrúlega fljótlegt og þægilegt að nota hann. Oskia gelhreinsirinn fæst hér. 🐰

TONE

Skref 3: Andlitsvatn

Andlitsvötn róa, næra og undirbúa húðina okkar fyrir þykku og góðu kremin sem koma á eftir. Þau tryggja það að rakinn smjúgi lengst oftan í húðina þína í stað þess að sitja eftir á yfirborðinu. Þau sjá einnig til þess að sýrtustig húðarinnar sé í jafnvægi. Flestir andlitshreinsar sem við notum eru súrir og viljum við að húðin sé í basísku ástandi. Eftir bæði kvöld- og morgunhreinsun nota ég örlítið af La Mer the Tonic andlitsvatninu í bómul og strýk yfir hreina húðina. Það gerir hana meðtækilegri fyrir því sem kemur á eftir. The Tonic gefur húðinni minni raka, endurnýjar húðfrumur, róar og gefur henni ljóma. Ég mæli með því að þú veljir þér andlitsvatn sem hentar þinni húðgerð. Ég leitast eftir raka og ljóma og þess vegna hentar The Tonic mér ótrúlega vel. Vörurnar frá La Mer fást í Lyf & Heilsu Kringlunni og Sigurboganum Laugavegi.

 

MOISTURIZE

Skref 4: Rakakrem

Rakakremið frá Drunk Elephant á hug minn allan og er þetta önnur krukkan mín og er ég komin mjög langt með hana. Ef að þú leitaðir að ,,hlutlaust rakakrem” í orðabók væri mynd af Lala Retro hliðin á. Það gefur húðinni mikinn raka, er þykkt en skilur hana ekki eftir eins og olíupoll. Það hentar ótrúlega vel undir farða. Kremið inniheldur ekkert sem það á ekki að innihalda en stofnandi merkisins er mjög ströng hvað varðar innihaldsefni. Þess vegna má einungis finna innihaldsefni sem gera eitthvað fyrir húðina okkar. Kremið inniheldur 6 sjaldgæfar olíur frá afríku sem að endurnýja og gefa húðinni raka og halda henni í fullkonnu jafnvægi í margar klukkustundir. Lala Retro frá Drunk Elephant fæst hér. 🐰

Skref 5: Augnkrem

Augnkremið frá Kiehls er draumur í dós. Það inniheldur avocado og shea oliu sem að næra ugnsvæðið en kremið nota ég bæði kvölds og morgna. Til þess að koma í veg fyrir ótímabæra öldrun er lang best að næra augnsvæðið vel með miklum raka. Ég nota baugfingur til þess að bera það á þar sem að augnsvæðið er viðkvæmt og þolir ekki jafn mikla hörku og aðrir hlutar andlitsins. Fæst hér.

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf.

SEPTEMBER FAVORITES

September mánuður var ansi fljótur að líða og leið mér eins og hann væri sirka fimm dagar. Veturinn nálgast óðfluga og hef ég strax byrjað að hugsa extra vel um húðina mína.  Vörurnar eiga það sameiginlegt að vera léttar, nærandi og vandaðar. Upp á síðkastið hef ég fýlað að nota minna og minna af vörum sem hylja húðina mína og vil ég frekar að ljómi skýni í gegn. Waso andlitslínan frá Shiseido hefur komið mér skemmtilega á óvart en ég hef verið að prófa hana síðustu vikuna og lofar hún mjög góðu. Waso línan samanstendur af nokkrum húðvörum sem eru allar innblásnar af mat. Litaða dagkremið sem er hér fyrir ofan í ferskju lituðu túpunni inniheldur t.d. gulrætur. Litapigmentin springa út þegar kremið kemst í snertingu við húðina og gefur henni fallegan lit. Liturinn er nánast gegnsær en felur helstu misfellur en gefur mikinn ljóma og verndar hana með SPF30.  Síðustu vikur hef ég þjáðst af miklum þurrki í hársverði og á starfið mitt í háloftunum, veðurbreytingar og ofnotkun á hreinsisjampóum þar í hlut. Síðustu daga (já það þurfti bara örfá skipti) hef ég notað Maria Nila Head & Hair Heal línuna frá Maria Nila sem inniheldur sem lagar og vinnur gegn þurrki í hársverði, kemur í veg fyrir hárlos og örvar hárvöxt. Þetta verður go to dúóið mitt í vetur + djúpnæringarmaskinn úr sömu línu. Ég er ekki frá því að vandamálið sé úr sögunni.

Bandaríska merkið Becca Cosmetics er á leið sinni til Íslands en það verður til sölu í Lyf & Heilsu Kringlunni fyrst til að byrja með. Vörurnar eiga hug minn allan þessa dagana en ég gæti allt eins andað þeim að mér en ég nota þær í svo miklu magni. Back Light primerinn er það fallegasta sem ég hef augum litið en ég nota hann daglega undir farða. Ljóminn er engu líkur og áferðin guðdómleg. Til að toppa lúkkið nota ég nýjustu pallettuna úr smiðju Hourglass en hún inniheldur 6 guðdómleg ljómapúður. Pro Longwear hyljarinn frá MAC er gamall og góður en hann hefur verið í ansi mikilli notkun hjá mér undanfarið. Hann sest ekki í fínar línur og það er auðvelt að byggja hann upp. Hversdags nota ég örlítið en spari nota ég aðeins meira og “baka” hann með Laura Mercier púðurfarðanum.

La Mer the Tonic andlitsvatn* – Shiseido Waso Quick Gentle Cleanser* – Maria Head & Hair Heal sjampó og hárnæring* (fæst á hárgreiðslustofum)
Shiseido Waso Smart Day Moisturizer* – Hourglass Ambient Lightning Palette Volume 3 – Becca Back Light Priming Filter – MAC Pro Longwear Concealer*

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save

Save