APARTMENT DETAILS


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/apartment-details/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

APARTMENT DETAILS

Örstutt þriðjudagsfærsla frá mér þar sem mér datt í hug að taka saman allar þær myndir sem ég hef tekið af nýju íbúðinni síðan við fluttum inn. Að flytja inn í nýja íbúð getur verið heljarinnar verkefni og það eitt að gera hana að heimili getur verið áskorun fyrir marga. Ég ætlaði alls ekki að gera jafn mikið (ætlaði ekki að eyða krónu) og ég hef gert hérna en einhvern vegin endaði ég að velja allt aðra litapallettu hér en ég var með á gamla staðnum enda önnur íbúðin niður við sjó og þessi eiginlega út í móa og fannst allt annað passa hér en þar. Í  nýju íbúðinni langaði mig að færa náttúruna inn með mjúkum tónum og ekki er hægt að finna mikla litagleði hér. Allt er ótrúlega mjúkt, afslappað og þægindi í fyrirrúmi í öllum rýmunum og er ég núna að vinna í að gera baðherbergið hlýlegra og er með trilljón hugmyndir. Ég nota Pinterest mikið til þess að fá hugmyndir og fæ ég oft innblástur til að gera eitthvað allt annað en ég hafði kannski upphaflega séð fyrir mér. Ég er búin að hafa mikið gaman af að velja lýsingu í alla íbúðina og er ég loksins núna búin að setja ljós allstaðar og eru þau ansi skemmtileg í öllum rýmum. En eins og þið sjáið kannski þá elska ég að hafa mikið grænt í kringum mig og vil ég hafa plöntur eða blóm í öllum rýmum. Um leið og svefnherbergi og bað er komið á það stig að ég get sýnt ykkur rýmin stolt þá geri ég það en þangað til fáiði að njóta stofunnar, eldhúss og sólstofu. Í sumar taka við síðan örlitlar framkvæmdar þar sem við búum á jarðhæð og langar okkur að stækka pallinn og setja skjólveggi og þá förum við saman í það verkefni að gera pallinn óaðfinnanlegan. Næstu verkefni eru smávægileg en ég ætla að dúlla mér við að hengja upp myndir næstu daga en ég er nú vanalega ekki svona lengi að taka ákvörðun en finnst svo mikil synd að bora í fínu veggina mína, haha.

Ef að þið eruð með einhverjar spurningar varðandi eitthvað ekki hika við að spyrja mig hér fyrir neðan eða í einkaskilaboðum

 

Comments

 1. silja
  June 16, 2019 / 01:43

  Sæl Þórunn.
  Ótrúlega smart allt hjá þér 🙂
  Mér langar voða að forvitnast en hvaða lit ertu með á veggjunum frammi ?

  Með bestu kveðju Silja

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?