ANASTASIA BEVERLY HILLS: BROW PRODUCTS


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/anastasia-beverly-hills-brow-products/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

anastasiabeverlyhills

ANASTASIA BEVERLY HILLS

Ég kynntist vörunum frá Anastasia Beverly Hills á ferðalagi mínu um Bandaríkin síðasta sumar. Þá fjárfesti ég í mínu fyrsta Dipbrow Pomade eftir að ég hafði lesið að það hafi verið notað á augabrúnirnar á Kim K á brúðkaupsdaginn. Auðvelt að selja mér. Ég varð um leið ástfangin af þessari vöru en Dipbrow Pomade er einskonar litað krem sem ég nota til að fylla inn í og móta augabrúnirnar. Eftir það langaði mig að prófa enn fleiri vörur frá merkinu og hef ég nýlega pantað mér nýtt Dipbrow (þess vegna er það glænýtt á mynd) og Brow Wiz augabrúnablýantinn. Ég er eiginlega alveg jafn hrifin af öllum vörunum og um daginn fékk ég óvæntan glaðning frá Karin frá Nola.is en í honum leyndist augabrúnapúðrið* frá merkinu.

Það sem í raun skiptir mestu máli til að fá góða útkomu með vörunum frá Anastasia er að nota góðan bursta. Ég var áður að nota aðra skáskorna augabrúna bursta en fékk aldrei nógu góða útkomu en eftir að ég keypti mér skáskorna E65 Sigma burstann minn er lífið allt annað. Ég mæli eindregið með öllum vörunum frá Anastasia en að sjálfsögðu nota ég þær aldrei allar í einu. Í augnabliknu er ég að nota lang mest augabrúnapúðrið og ef ég er að fara eitthvað fínt móta ég augabrúnirnar smá extra með Dipbrow. Mér finnst í raun lang erfiðast að nota Brow Wiz blýantinn en er alveg að komast upp á lagið með það en nota hann dagsdegla til að fá náttúrulegt útlit. Ég fer aldrei lengur út úr húsi án þess að setja glæra augabrúnagelið á augabrúnirnar og tryggir það að þær séu fínar allann daginn. Ég á tvo liti í Dipbrow Pomade-inu bæði Dark Brown og Ebony, Brow Wiz í Dark Brown og Brow Powder Duo* í litnum Granite. Athugið að ég nota frekar dökka liti þar sem hárið mitt er litað svart og augabrúnirnar mínar náttúrulega mjög dökkar þrátt fyrir náttúrulega ljóst hárið. Það er svona að vera furðuleg blanda af foreldrum sínum.

anastasiabrowroutine

Á þessari mynd notaði ég Brow Wiz augabrúnablýantinn ásamt smá af augabrúnapúðrinu. Augabrúnirnar mínar eru bara alls ekkert skyldar og hata ég vinstri augabrúnina og er það sú sem ég þarf alltaf að sýna ykkur því það er mín betri hlið, haha. Ég var að fá mér þessa peysu og get ekki farið úr henni, hún verður áberandi þessa vikuna vegna þess að liturinn myndast svo vel.

BROW PRODUCTS

Anastasia Brow Powder Duo* – hér

Tvískipt augabrúna púður sem ég nota skáskorna augabrúnaburstann til að móta og fylla inn í augabrúnirnar.
Frábært púður sem ég á mjög auðvelt með að nota. Ég nota dekkri litinn í ytri part augabrúnanna og ljósari í
innri (nær nefinu).

Anastasia Dipbrow Pomade hér

Kremkenndur vatnsheldur augabrúnalitur sem ég nota til að móta, skerpa og fylla inní. Smitar ekker frá
sér og helst á allan daginn. Ég nota skáskorna burstann til að nota þessa vöru en ég á hana í tveimur litum.

Anastasia Brow Wiz – hér

Langvinsælasta varan hjá merkinu er mjög grannur augabrúnaskrúfblýantur sem ég nota til að skerpa,
móta og fylla upp í. Oddurinn er mjög mjór og á endanum er greiða sem ég
nota alltaf áður en ég byrja að fylla inn og móta augabrúnirnar.
Þessa vöru nota ég þegar ég vil mjög náttúrulegt útlit.

Anastasia Clear Brow Gel – hér

Glært augabrúnagel sem ég nota þegar ég er búin að fylla inn í og móta augabrúnirnar. Sést ekkert og
finnst það ekki stífna eins og mörg önnur sem ég prófað. Náttúrulegar olíur gera þessa formúlu einstaka
og hægt að nota líka eina og sér.

Sigma E65 Skáskorinn Augabrúnabursti í Kopar – hér

Langbesti augabrúnabursti sem ég hef eignast og nota ég hann daglega.
Fjárfesti í honum i janúar og næ ég miklu betur að nota Anastasia vörurnar
mínar með honum.

Untitled-1
Allar vörurnar nema Anastasia Brow Powder Duo (stjörnumerkt) hefur greinarhöfundur keypt sjálfur.

Comments

  1. linda
    March 25, 2015 / 20:33

    Hvaða lit notaðir þú í dipbrow pomade?;)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?