25 HLUTIR SEM GERA MIG HAMINGJUSAMA


Warning: file_get_contents(https://graph.facebook.com/?ids=http://www.thorunnivars.is/25-hlutir-sem-gera-mig-hamingjusama/): failed to open stream: HTTP request failed! HTTP/1.1 400 Bad Request in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 17

Warning: array_keys() expects parameter 1 to be array, null given in /var/www/virtual/thorunnivars.is/htdocs/wp-content/plugins/popular-post-by-facebook-like/popular-post-by-facebook-like.php on line 19

helgin

Þú hefur kannski tekið eftir smá nýju hérna á síðunni en ég er að reyna að vera með fleiri persónulegar lífsstíls færslur á síðunni og ég sé það svart á hvítu á traffíkinni að það er fullt af áhuga fyrir því. Í dag langar mig að telja upp 25 hluti sem gera mig hamingjusama. Stundum er svo gott að leggja smá áherslu á að taka og muna eftir hlutunum sem gera mann hamingjusaman en ekki bara pirraðan. Ég veit um fullt af hlutum sem gera mig óhamingjusama en það er heldur erfiðara að finna upp á 25 hlutum sem gera mig hamingjusama. Með þessari færslu læt ég fylgja með myndir frá síðastliðinni helgi sem gerði mig virkilega hamingjusama!

1. Mamma mín og pabbi og systkini ásamt  tengdafjölskyldunni minni
en ég græddi sett af nýjum foreldrum þegar við Harry byrjuðum
saman jú og systur og fullt af fylgifiskum!

2. Amma mín og nafna Þórunn sem er alltaf til staðar!

3. Harry minn besti. Ég er svo fegin að hafa kynnst þessu gulli af
manni sem er kletturinn minn í einu og öllu.

4. Vinkonur mínar sem eiga sko allar sérstakan stað í hjartanu
og eru alltaf til staðar þegar eitthvað bjátar á.

5. Cosmo hundurinn minn á sko stóran stað í mömmuhjartanu en þetta skilja
bara aðrir hundaeigendur. Hann bræðir mig í hvert skipti og sakna ég hans
stundum óendanlega mikið ef hann er langt frá mér.

6. Heimilið mitt!

7. Heitt bubblubað á kvöldin er minn griðarstaður eins og þið vitið mæta vel.
Ég tek iPadinn með mér og set einhverja góða ræmu á Netflix eða YouTube
og slaka fullkomnlega á. Það er eiginlega ekkert betra.

8. Ísland. Loftið og náttúran. Fjallahringurinn í kringum Reykjavík gerir mig
sérstaklega ánægða og finnst mér alltaf gott að sjá til sjóss þrátt fyrir
að vera yfir mig hrædd við óendanleika hafsins.

9. Svefn í ótrufluðu umhverfi eins og norður á Ströndum í sumarbústað
fjölskyldunnar. Þar er ekkert rafmagn og get ég sofið örugglega
í 16 klst án þess að rumska.

10. Góð æfing þar sem ég svitna og hjartað fær að slá. Þá verð ég endurnærð og hamingjusöm.

11. Stór bökuð kartafla með miklu smjöri og stór nautalund. Ég fæ ekkert betra.

12. Avocado og Guacamole og mögulega allur mexikanskur matur.

13. Halda úti þessari síðu og vinnan mín.  Síðan er eins og barnið mitt sem ég
átti í gegnum hugann. Elska að nostra við það, taka fallegar myndir og
skreyta það með lífinu mínu.

14. Hrein rúmföt sem hafa fengið að hanga úti á snúru og þá sérstaklega á
sunnudagskvöldi. Það er ekkert betra en að leggjast upp í rúm þegar
allt er hreint og ilmar eins og himnaríki.

15. Knús. Það er ekkert betra en gott knús.

16. Kerti og te á köldu vetrarkvöldi undir teppi með
sjónvarpsþátta maraþoni í gangi í sjónvarpinu.

17. Tilfinninginn þegar maður yfirstígur eitthvað eða klárar
stórt verkefni sem krafðist mikillar orku.

18. Ís! Hvernig get ég gleymt ís! Ég get borðað ís í öll mál.

19. Einfaldir hlutir eins og að hlæja og brosa.

20. Þegar maður getur hjálpað öðrum.

21. VILA stelpurnar mínar allar með tölu

22. Ætla að leyfa mér að segja: nýjar snyrtivörur!

23. Að fara úr brjóstahaldaranum og taka taglið úr sér eftir langan dag.

24. Fara úr venjulegu fötunum í kósý fötunum.

25. Lesendur síðunnar gera mig óendanlega hamingjusama!

& að sjálfsögðu fullt fleira!

Untitled-11

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *


Looking for Something?