Færslan er unnin í samstarfi við Vagabond

NEW IN: SUMMER SNEAKERS

Get nú ekki alveg sagt að ég sé nýbúin að fá mér þessa en ég er búin að þramma á þeim í um það bil mánuð. Vinkona mín skartaði þeim um daginn og kolféll ég fyrir þeim og varð að eignast eins. Hún býr erlendis svo það var í góðu lagi að herma. Var ansi glöð þegar hún minntist á að skórnir væru frá Vagabond sem er eins og þið vitið uppáhalds skó merkið mitt og til allrar hamingju voru þeir fáanlegir hér á landi. Skórnir eru þægilegir, úr leðri og með frönskum rennilás sem að kemur sér vel með stækkandi kúlu framan á sér. Þeir eru flottir við bæði hversdags og sparileg dress og vekja þeir alltaf ákveðna lukku. Stílhreinir og minimalískir eru þeir nefnilega. Flottastir finnst mér þeir við svartar gallabuxur, röndóttan bol og síða svarta þunna kápu en því dressi hef ég klæðst ansi oft síðustu vikurnar. Skórnir gefa vel eftir, eru mjúkir og laga sig að fætinum á stuttum tíma. Ég tók þá með mér erlendis og notaði þá bæði sem ferðaskó og þrammaði á þeim daginn inn og daginn út í hitanum. Þessir fá að minnsta kosti toppeinkunn frá mér eftir að hafa notað þá upp á dag í um það bil mánuð.

Skórnir fást í verslunum Kaupfélagsins en einnig á netinu hér

Gyða Dröfn, Þórunn Ívars, Alexsandra Bernharð, Sigurlaug Dröfn og Sara Dögg (sem farðaði mig fyrir herferðina) – Allar myndir teknar af Sigurjóni R.

ESSIE X THORUNN IVARS PARTÝ

Síðastliðinn miðvikudag fór fram essie x Thorunn Ivars partýið í tilefni samstarfs míns við vörumerkið. Partýið var haldið í fallegum sal á Grand Hótel og boðið var upp á glæsilegar veitingar og var það matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson sem töfraði fram skemmtilegt hádegishlaðborð af smáréttum. Einnig var boðið upp á frískandi rósavín, Rosa dei Masi og Kristall fyrir okkur með barn undir belti. Húsið fylltist af stórglæsilegum konum sem komu til að gleðjast með mér. Þetta er í ekki í fyrsta skipti sem að essie vinnur svona náið með bloggara en þetta er í fyrsta skipti sem einhver hefur verið valinn hér á landi. Það er mér sannur heiður að hafa verið valin í þetta verkefni ef þrotlaus vinna við síðuna og aðra samfélagsmiðla getur stundum skilað sér til manns á skemmtilegan hátt sem þennan. Það var ótrúlega gaman hve margir sáu sér fært að mæta að fagna með mér og ætla ég að leyfa myndunum að tala. Salurinn var óaðfinnanlegur en essie teymið sá svo sannarlega um sína konu og var ég í skýjunum með heildar útkomuna á öllu saman. Ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með framhaldinu en það verður nóg að gera hjá mér og essie teyminu á komandi ári.

Ég klæddist kimono kjól frá Zara, svörtum gallabuxum og Vagabond hælum

Gestir fengu að velja sér uppáhalds lökkin sín úr Favorite Nudes línu essie og fóru með heim í fallegum gjafapoka

Ég ásamt vörumerkjastjóra essie á Íslandi, Ernu Hrund Hermannsdóttur

Boðið var upp á handsnyrtingu og gengu gestir út með nýlakkaðar essie neglur

Ester Ósk Steinarsdóttir (sem sér um neglurnar mínar) ásamt Pálmey Kamillu Pálmadóttur

Gleðin var svo sannarlega við völd í partýinu

Samfélagsmiðladrottningarnar Thelma Dögg Guðmundsen, Guðrún Helga Sortveit, Kolbrún Anna Vignisdóttir & Anna Bergmann

Tanja Ýr, Sigurlaug Dröfn og Lína Birgitta

Stórglæsilegur salur, Háteigur á Grand Hótel

Ég, Fanney Skúladóttir, Sóllilja Sigmarsdóttir & Guðrún Helga Sortveit

Íris Hauksdóttir & Margrét Björk frá Vikunni

Úlfar Finnbjörnsson stoltur við veisluborðið

Við Alexsandra Bernharð

Takk fyrir mig!

BABY WISHLIST

Verð að viðurkenna að óskalistinn er ansi langur fyrir ófæddan erfingjann en ég ákvað að taka þær vörur saman sem mér finnst fallegar og búa til smá lista fyrir ykkur. Petit.is opnaði nýja netverslun í gærkvöldi og í tilefni þess er 15% afsláttur af öllu með kóðanum: taka2. Þess vegna fannst mér tilvalið að skella þessari færslu inn núna þar sem það er að finna þó nokkrar vörur á óskalistanum í versluninni Petit. Í fyrsta lagi ætlum við að fjárfesta í Sebra rúminu fyrir erfingjann en þetta er ansi frægt og tímalaust rúm sem hannað var af Viggo Einfeldt árið 1942. Rúmið stækkar með barninu og hægt er að nota það allt að 6 ára aldri og fyrst um sinn er hægt að nota það sem co-sleeper. Ég ætlaði alls ekki að missa mig í gleðinni og kaupa himnasæng og allt svoleiðis en finnst það bara svo dásamlegt en hengi hana líklegast ekkert upp fyrr en að ég færi rúmið frá mínu rúmi. Finnst þessi litur af himnasæng guðdómlegur en svefnherbergið er málað í hlýjum gráum tón svo það passar vel að hafa himnasæng í lit eins og þessum. Fallegu blöðrurnar á veggina rakst ég á í Snúrunni og væri ansi sætt að hafa sitthvora stærðina upp á vegg. Blöðrurnar eru úr keramiki og koma í nokkrum litum og fæst þessi bleika í tveimur stærðum. Ég ætlaði líka alls ekki að vera mamman sem kaupir allt bleikt en þegar ég var barn komst ekkert annað að heldur en tútúpils, barbiedúkkur og bleikir hlutir svo ég verð ekkert hissa þó að dóttirin verði eins.

Fylgjendur mínir á Snapchat og Instagram hafa mögulega tekið eftir því að mitt helsta áhugamál þessa dagana eru falleg og vönduð ungbarnaföt. Ég hef heldur betur legið yfir netinu og lesið mér til um mismunandi merki. Gæði og ending eru mér efst í huga og eiga fötin frá Noa Noa Miniature hug minn allan þessa dagana. Petit tók inn merkið fyrir stuttu síðan og því um að gera að segja ykkur frá því þegar það er afsláttur. Flíkurnar eru hver annarri guðdómlegri og dreymir mig um þessa sætu hör samfellu en hversu sæt yrði hún við hvítar sokkabuxur. Fyrir eigum við nokkrar silkimjúkar og fallegar flíkur. Einnig dreymir mig um að eignast sætan Fjallraven Kanken bakpoka handa henni en það er svo sætt þegar krakkar eiga sér tösku og yrði þessi notuð bæði undir aukaföt og dót sem fylgir dagsdaglega. Síðan langar mig í allskonar aukahluti og dót í herbergið en þetta kemur að sjálfsögðu allt með kalda vatninu og þarf ég að kaupa fæst sjálf en það sem mér finnst vera fallegt og tímalaust eru mjúkdýrin frá Jellycat og falleg viðarleikföng t.d. frá Sebra eða þetta hér sem fæst á Dimm.is.

1.Himnasæng frá NuNu hér 2. Keramik blöðrur frá ByOn hér 3. Ljónaveggskreyting hér 4. Fjallraven Kanken bakpoki fæst í Fjallraven Laugavegi 5. Sebra rúm hér
6. Noa Noa Miniature samfella hér 7. Hekluð hringla hér 8. Geymslupoki hér 9. Jellycat kanína hér 10. Sængurföt frá Garbo & Friends hér

 

Vörurnar fékk ég að gjöf

DR. ANDREW WEIL  FOR ORIGINS / MEGA MUSHROOM

Á dögunum kom ný og glæsileg lína til landsins en hún er samstarf á milli Origins og ameríska læknisins Andrew Weil. Andrew Weil er þekktur heildrænn læknir sem trúir á lækningarmátt kínverskra jurta. Þetta er ekki fyrsta samstarf læknisins við merkið og því verulega spennandi að sjá hvað hann gerir núna. Línan samanstendur af fimm nýjum vörum sem innihalda allar mismunandi sveppi. Læknirinn telur flest öll húðvandamál stafa af bólgum og ertingu í húð og trúir hann á lækningarmátt sveppa. Þess vegna þróaði hann Mega Mushroom línuna í samstarfi við Origins. Dr. Weil þróaði Mega Mushroom formúlu sem samanstendur af Chaga, Cordyceps, Reishi og Sea Buckthorn sveppum. Ásamt þessum fjölbreyttu sveppategundum innihalda vörurnar allar ríkulegt magn af glycerin sem að finnst í náttúrunni og laðar vatn að húðinni.

Vörurnar frá Origins eru án allra óæskilegra aukaefna eins og til dæmis: parabena, súlfata, mineral olíu, petroleum, paraffin og formaldahýðs. Ég er búin að prófa þrjár vörur af fimm síðustu daga og koma vörurnar mér skemmtilega á óvart og eitthvað sem einhver sem þjáist af bólgum og ertingu í húð ætti að skoða. Andlitskremið er í uppáhaldi hjá mér en það róar húðina samstundis og minnkar ertingu og rauða flekki. Kremið róar og styrkir húðina með Mega Mushroom formúlinni ásamt túrmerik, engifer og basilikku. Mér þykir kremið gefa mikinn raka og er ilmurinn af því upplífgandi og hreinlengur. Kremið hentar sérstaklega þurri, viðkvæmri og blandaðri húð og notast bæði kvölds og morgna á eftir nætur serumi.  Maskinn er ótrúlega skemmtilegur en það er afskaplega auðvelt að bera hann á og endurnýjar hann rakabirgðir húðarinnar og styrkir hana til að koma í veg fyrir ertingu með lactobacillur gerjum. Róar húðina og kemur í veg fyrir sýnileg ertingareinkenni með Mega Mushroom formúlunni. Ég leyfi maskanum að liggja á húðinni í um það bil 20 mínútur og þvæ síðan burt með rökum þvottapoka.

Origins vörurnar fást í verslunum Hagkaupa & Lyfju / og hér