DOLCE & GABBANA: LIGHT BLUE – BEAUTY & LOVE OF CAPRI

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Dolce & Gabbana, ilmina fékk ég að gjöf.

DOLCE & GABBANA: LIGHT BLUE – BEAUTY & LOVE OF CAPRI

Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þegar vörumerki koma með nýjar vörur á markaðinn og sérstaklega nýjar útgáfur af heimsfrægum ilmum sem þessum frá Dolce & Gabbana. Þessir ilmir eru einungis fáanlegir í takmörkuðu upplagi en ilmirnir fanga sólina og ilm af eyjunni Capri sem liggur fyrir utan Ítalíu. Herrailmurinn fangar náttúrufegurð eyjunnar, glitrandi klettana og græna skóglendið sem umlykur hana. Kvenilmurinn fangar ást eyjunnar og gróðurinn sem þar er að finna á vorin. Kvennilmurinn opnast með sterkum grunnnótum af sítrónu og mandarínu. Hjartanóturnar sameina yndislegan hunangsblóma- og möndlukeim. Toppnóturnar eru ríkar af sítrusvið ásamt vinsæla amber ilminum sem við elskum allar. Ég myndi lýsa ilminum sem rómantískum, ferskum og kvenlegum. Glasið er stílhreint en blái liturinn táknar ljósbláa hafið sem umlykur eyjuna. Herrailmurinn opnast með sterkri sítrónu, bitri appelsínu og bergamot. Hjartanóturnar sameina sætan neroli ilminn, ferskar sjávar nótur og lifandi Sichuan-pipar. Toppnóturnar eru eins og kvennilmurinn ríkar af sítrusvið ásamt vetiver. Ég er búin að fylgjast vel með markaðsstarfinu sem hefur farið fram en Dolce & Gabbana bauð nokkrum frægustu bloggurum í ferð til eyjunnar Capri til að leyfa þeim að anda að sér og sjá með berum augum allt það sem þessir æðislegu ilmir ná að fanga. Það er nú ekki amalegt! Ég er búin að fá eyjuna beint í æð með því að fylgjast með mínum uppáhalds erlendu bloggurum á Snapchat síðustu daga.

Ég gef þessum tveimur ilmum toppeinkunn enda sumarlegir, ferskir og einstakir. Það er ekki tilviljun
hve vinsælir upprunalegu Light Blue ilmirnir hafa verið í gegnum árin.

Untitled-11

FOUR FAVORITES #2

Processed with VSCO with f2 preset

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf.

FOUR FAVORITES #2

Það fer ekkert fram hjá lesendum síðunnar minnar að mér finnst gaman að stilla upp og taka myndir. Það er fátt sem ég get dúllað mér jafn mikið við. Róar mig og ég fæ útrás fyrir sköpunargleðinni. Í morgun tók ég saman fjórar uppáhalds vörurnar mínar í þessari viku en þetta eru vörur sem eiga margt sameiginlegt. Fallegi nýji vasinn minn fær að vera í bakgrunni en hann gæti talist sem uppáhald líka. Efst á listanum er fallega fallega nýja Marc Jacobs Daisy Eau So Fresh Blush ilmvatnið. Sést kannski á því að það sé í uppáhaldi? Það er komin smá tími síðan ég eignaðist það en ég fékk að velja mér ilm af þremur nýjum frá Marc Jacobs. Eau So Fresh línan hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og þess vegna varð það fyrir valinu. Ilmurinn er ný og hlý útgáfa af Daisy Eau So Fresh sem við þekkjum. Guðdómlega sætur með nótum af blómum, bleikum greipaldin og apríkósum. Gerist ekki mikið sumarlegra og sætara.

Processed with VSCO with f2 preset

Davines er merki sem ég hef haft augun á lengi og hef verið að fylgjast með. Til að þið kannski skiljið mig betur og hvernig höfuðið á mér virkar. Þá hef ég mikinn áhuga á vörumerkjum og ég leita mér stöðugra upplýsinga og er Davines merki sem náði athygli minni strax. Love hárnæringin er vara sem ég get sagt ykkur strax frá eftir að hafa prófað 3x. Ég nota hana sem djúpnæringu og leyfi að liggja í hárinu í 5 mínútur. Hárnæringar eru ekki oft hannaðar fyrir gróft og mikið hár eins og mitt. Mér þykja hárnæringar nefnilega oft ekki nógu þykkar, ekki gefa nægan raka sem er örugglega andstæðan við það sem fólki með þunnt og fíngert hár finnst. Love línan er hönnuð fyrir gróft hár og ilmar hún dásamlega. Ég elska pakkningarnar en mér finnst þær dásamlega. Þú finnur sölustaði Davines hér.

MAC hefur nýlega sett á markað nýjan Prep + Prime Highlighter. Highlighterinn sló samstundis í gegn hjá mér enda gefur hann ótrúlega birtu og ljóma undir augnsvæðið. Margar hafa verið að spyrja mig hvaða nýju vöru ég hef verið að nota og ég er ekki frá því að galdurinn leynist í þessari vöru. Ég fékk litinn Light að gjöf og nota ég örlítið af honum yfir hyljarann minn til að lýsa hann enn meira. Síðan set ég smá á alla hápunkta andlitsins og blanda út með rökum Beautyblender. Þetta er vara sem allar MAC stelpur og strákar ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara en varan er ekki komin í verslanir MAC en mun gera það innan skamms.

The Body Shop er búin að endurhanna pakkningarnar sínar og er ég afskapalega hrifin af hversu fallegar og stílhreinar þær eru orðnar. Ég er búin að vera nota nokkrar vörur úr Vitamin E línunni undanfarna daga og er kremið fyrir líkama dásamlegt til þess að nota eftir sturtu. Það er létt og auðvelt er að bera það á og smýgur það virkilega hratt inn í húðina. Þessi vara hefur verið til hjá merkinu í mörg mörg ár en ég hef ekki uppgvötað hana til þessa.

Untitled-11

IITTALA x ISSEY MIYAKE – PAUSE FOR HARMONY

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við Iittala – vasann fékk ég að gjöf.

IITTALA x ISSEY MIYAKE – PAUSE FOR HARMONY

Tveir meistarar í tímalausri hönnun Iittala og Issey Miyake deila hér sýn sinni og útkoman er stórkostleg Pause for Harmony vörulína fyrir heimilið. Bæði hönnunarhúsin hafa svipaða sýn í sköpun sinni en Issey Miyake er þekktastur fyrir sérstök brot í efnum og hafa þau verið notaðar í fatalínur síðan á níunda áratugnum. Þetta er sko lína að mínu skapi og má finna alla mína uppáhalds liti í henni. Bleika, gráa, hvíta og gráa tóna. Línan inniheldur vörur úr gleri, keramiki og textíl. Textíllinn heillar mig mest og myndi ég ekki kvarta ef ég myndi eignast diskamottur og púðaver úr línunni. Ég er himinlifandi með dökkgráa vasann sem ég eignaðist úr línunni en hann á eftir að fylgja mér til æviloka. Hann er fullkominn fyrir eitt blóm. Vasinn er handblásinn í verksmiðju Iittala í Finnlandi og getur sólarljós ekki lýst vasann með árunum. Myndirnar hér fyrir neðan segja allt sem segja þarf og þess vegna ætla ég að gefa þeim orðið. 

Iittala_IXI_Pause_for_harmony_2016_inspiration_9_horisontal  Iittala_IXI_Pause_for_harmony_2016_inspiration_1_vertical Iittala_IXI_Pause_for_harmony_2016_inspiration_2_vertical

I_X_I_group_2

Iittala_IXI_Pause_for_harmony_2016_inspiration_7_vertical

Iittala_IXI_Pause_for_harmony_2016_inspiration_6_horisontal

Endilega kíkið á þessa einstöku vörulínu í verslun Iittala í Kringlunni. Vörurnar eru aðeins fáanlegar í takmörkuðu upplagi og mæli ég þess vegna með að hafa hraðar hendur.

Untitled-11

PIECES x JULIE SANDLAU

Processed with VSCO with f2 preset

Færslan er unnin í samstarfi við VILA – skartgripina fékk ég að gjöf.

PIECES x JULIE SANDLAU

Í gær fór í sölu í VILA glæný og skemmtileg skartgripalína frá Pieces sem hönnuð er í samstarfi við danska skartgripahönnuðinn Julie Sandlau. Ég fékk að velja mér tvo gripi úr línunni og að sjálfsögðu urðu tveir mjög penir rósagylltir skartgripir fyrir valinu. Ég nota nú varla skart en ef það er nógu pent og kvenlegt er það eitthvað fyrir mig. Mig langar í margt fleira úr línunni en mig langaði að sýna ykkur sérstaklega línuna sem einungis var pöntuð inn í rósagulli. Línan er afskaplega kvenleg, falleg og fíngerð. Fullkomin útskriftargjöf handa góðri vinkonu, frænku eða systur. Skartgripirnir eru allir úr ekta serling silfri og eru húðaðir með 18 karata rósagulli. Skartgripirnir koma í fallegri ljósbleikri öskju eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Þessa mynd tók ég þegar ég myndaði alla línuna fyrir VILA Instagrammið. Hálsmenið á myndinni hér að ofan er það sem ég valdi mér og er ég hreint út sagt í skýjunum með það. Julie hannað nokkrar línur fyrir Pieces og er eitthvað fyrir alla í silfri, gulli og rósagulli.

piecesjuliesandlau

Á þessari mynd má sjá fleiri skartgripi úr línunni sem pantaðir voru inn í rósagulli. Ég er afskaplega hrifin af þessum sætu blómum sem gerir skartið svo sumarlegt og fallegt. Skartgripirnir fást einungis í verslunum VILA og eru á ótrúlega góðu verði. Endilega kíkið við og skoðið alla fallegu gripina í VILA bæði Kringlunni og Smáralind. Ég er ekki frá því að ég eigi eftir að næla mér í eyrnalokka og fleiri hringa úr þessari einstaklega fallegu línu.

Kíkið á alla skartgripina úr línunni hér

Untitled-11